Föstudagur 29. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Náttúran hjálpaði í viðureigninni við krabbameinið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir / Hraundísi Guðmundsdóttur

Ég hef alltaf verið heilluð af því sem náttúran gefur og hvernig við getum notað hana til að hjálpa okkur í daglegu lífi en einnig við erfiðar aðstæður. Ég ólst upp í góðum tengslum við náttúruna og vissi ekkert betra en að leika mér við ána ofan við þorpið eða við öldurnar í fjörunni.

Svo flutti ég í sveit og fór þá að skoða allt sem óx í kringum mig. Börnin mín tók ég með mér til að greina gróðurinn í skoðunarferðunum og svo leitaði ég mér upplýsinga um virkni plantnanna á mannslíkamann. Þegar ég ákvað að læra ilmolíufræði fann ég nýja leið til að nýta plönturnar til að aðstoða fólk með ýmsa kvilla.

Að fanga skógarilminn

Mig langaði að fræðast meira um náttúruna og fór því í nám í skógfræði við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Margar rannsóknir sýna að geðheilsa fólks batnar við að tengjast náttúrunni með göngu úti í skógi. Orkan þar og ilmurinn róa okkur og gleðja.
Ég vildi fanga skógarilminn og færa hann inn í hús til þeirra sem ekki eiga kost á að ganga í skóginum. Því gerði ég tilraunir með að eima barrtré. Flestar ilmkjarnaolíur sem ættaðar eru úr skóginum eru róandi og upplífgandi í senn, bakteríudrepandi og fleira. Ég sendi olíurnar til efnagreiningar í Frakklandi til að komast að virkni hverrar þeirra.

Erfitt verkefni

- Auglýsing -

Árið 2018 greindist ég með brjóstakrabbamein. Ég tók allan pakkann; lyfjagjöf, aðgerð og geisla. En það var náttúran sem hjálpaði mér í gegnum þetta verkefni.
Þegar við öndum að okkur ilmi bindast sameindir við viðtaka í nefi sem senda skilaboð til heilans og hafa áhrif á vanlíðan og stress. Ég andaði að mér ilmkjarnaolíum þegar mér leið illa sem hjálpaði mér einkum á tímum þegar ég komst ekki í góðar gönguferðir í náttúrunni. Ég blandaði líka saman olíum til að losna við bjúg og bólgur en mikill vökvi safnast upp í líkamanum í lyfjameðferðum. Mér reyndist birkiolían einna öflugust við að lyfta upp sálu minni. Þar sem apótek skógarins hjálpaði mér reyni ég nú að hjálpa öðrum.

Höfundur er ilmolíufræðingur, skógfræðingur, eigandi hraundis.is og félagskona í FKA

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -