Nauðsynlegt í baðskápinn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Allir ættu að eiga gott augnkrem í baðskápnum.

Reykingar eru einstaklega slæmar fyrir húðina og sýnt hefur verið fram á að húð reykingafólks eldist þrjátíu sinnum hraðar en húð þeirra sem ekki reykja.

Augnkrem eru mikið auglýst og lofa allir hámarksárangri af notkun sinnar vöru. Þótt augnkrem geti aldrei snúið við merkjum sem þegar eru komin eru þau mjög góð til að fyrirbyggja og halda húðinni heilbrigðri. Kremin veita raka, mörg innihalda sólarvörn og vinna vel á áhrifum óhreininda og mengunar á húðina. Allir ættu því að eiga gott augnkrem í baðskápnum.

Sólgleraugu eru frábær vörn gegn áhrifum sólarljóss. Þegar mikil birta er píra flestir augun til að draga úr ofbirtu og það dýpkar og skapar línur í kringum augun. Notið því sólgleraugu hvenær sem þörf er á og ekkert síður á veturna en sumrin.

Serum eru virkari krem en önnur. Þau innihalda meira magn af efnum sem rannsóknir hafa sýnt að vinna í efri lögum húðarinnar og gefa árangur. Augnserum eru góð til að fyrirbyggja hrukkur og viðhalda fegurð augnanna.

Með árunum dökknar oft húðin undir augunum og dökkir baugar gefa andlitinu þreytusvip. Nú hafa verið hönnuð og framleidd krem sem innihalda efni sem lýsa baugana og hefta framleiðslu litarefnanna sem skapa þá.

Hættu að reykja. Reykingar eru einstaklega slæmar fyrir húðina og sýnt hefur verið fram á að húð reykingafólks eldist þrjátíu sinnum hraðar en húð þeirra sem ekki reykja.

Augnleppar á næturnar geta tryggt góða hvíld. Augun nema birtustig og á sumrin er birtan oft það mikil að líkaminn veit ekki að það er nótt. Augnleppar tryggja algert myrkur fyrir sjónum manna og svefninn verður dýpri og meira endurnærandi. Húðviðgerðarferlið fer fram á næturnar og góður svefn tryggir betra viðhald húðar.

Texti / Steingerður Steinarsdóttir

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira