2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  „Neitaði að viðurkenna að ég væri ekki ósigrandi“

  Sigurborg Íris Hólmgeirsdóttir hárgreiðslumeistari greindist með brjóstakrabbamein fyrir algjöra tilviljun. Hún neitaði að líta á sjálfa sig sem sjúkling og ætlaði að halda áfram að vinna á sama hraða og hörku og áður. Það kom henni í koll. Hún neyddist til að játa að hún væri ekki ósigrandi. Sigurborg, eða Silla eins og hún er alltaf kölluð, er með sykursýki og sá sjúkdómur versnaði til muna við krabbameinsmeðferðina. Eftir að hún uppgötvaði 5-2 mataræðið hefur heilsa Sillu batnað til muna og hún hefur getað minnkað það magn af insúlíni sem hún þarf yfir daginn.

  „Það er mjög erfitt að léttast þegar maður er alltaf að dæla í sig svona miklu innsúlíni þannig að um leið og ég gat farið að nota minna fór ég að léttast aðeins. Ég er samt ekkert orðin mjó, ég er enn þá stór manneskja en það munar um hvert kíló sem fer.“

  Silla segist ekkert sakna þeirra tíu kílóa sem farin eru og horfir björtum augum til framtíðar þótt hún þurfi að gæta þess að ofreyna sig ekki. Hún er skapandi manneskja og vinnur við leikgervagerð og skartgripahönnun, auk þess að taka þátt í starfi klúbbsins Rimmugýgis.

  Sigurborg Íris Hólmgeirsdóttir er á forsíðu nýjustu Vikunnar.

  AUGLÝSING


  Silla er á forsíðu nýrrar Viku sem væntanleg er í verslanir á morgun. Þar er einnig viðtal við Margréti Halldóru Arnarsdóttur nýjan formann Félags íslenskra rafvirkja um starf sitt, spjallað við Bertu Andreu Snædal um nýja kvikmynd um Fríðu og Dýrið og Elsu Steinunni Halldórsdóttur lyfjafræðing hjá Florealis um kynheilsu kvenna.

  Kíkt er á tíu bestu fatahönnuði í heimi, sagt frá Chrissy Metz, hinni frábæru leikkonu í þáttunum This is Us og Art Deco-stíllinn skoðaður.

  Þetta er þó aðeins brot af öllu því efni sem er að finna í nýrri, fróðlegri og frábærri Viku.
  Kaupa blað í vefverslun

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is