• Orðrómur

Nemendur sýna fatalínur sínar í búðargluggum Rauða Krossins í ár

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Misbrigði, tískusýning fatahönnunarnema á öðru ári við Listaháskóla Íslands, hófst á föstudaginn. Þessi árlega tískusýning, sem er samstarfsverkefni Listaháskóla Íslands og Fatasöfnunar Rauða Kross Íslands, fer fram með breyttu sniði í ár.

Í ár verður sýningin í formi gluggaútstillinga í verslunum Rauða Krossins við Hlemm, á Laugavegi, Bergstaðastræti, á Akureyri og Egilsstöðum.

Hver nemandi hefur þá unnið stutt myndband í tengslum við sína línu og verða myndböndin sýnd á skjáum í gluggum verslana Rauða Krossins.

- Auglýsing -

„Með Misbrigðum vinna nemendur á öðru ári í fatahönnun við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða Kross Íslands. Hver nemandi gerir eigin fatalínu með áherslu á persónulega sýn og vinnur þrjá alklæðnaði úr notuðum fatnaði. Með verkefninu fá nemendur djúpa innsýn og skilning á áhrif fataiðnaðarins á samfélög og umhverfi auk þess að þau kynnast rannsóknarvinnu og taka þátt í rannsóknarteymi. Skoðaðar eru ólíkar miðlunarleiðir sem fatahönnuðir geta nýtt sér, m.a. miðlun á samfélagsmiðlum, með innsetningum og hönnunarsýningum,“ segir á vefnum misbrigdi.is. Þar má sjá myndband um verkefnið og myndir af línum nemenda.

Sýningin stendur til 4. desember 2020.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -