2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Nokkrar góðar í bústaðinn

  Hér eru nokkrar bækur sem eru tilvalin lesning í bústaðnum í sumar

   

  Stórskemmtileg og fróðleg

  Matreiðslubók Downton Abbey eða Downtown Abbey cookbook inniheldur yfir 100 uppskriftir frá Crawly-eldhúsinu. Margar uppskriftanna eru gamlar og frá tímanum sem þættirnir gerast á í kringum 1912 til 1926. Það er matarsagnfræðingurinn Annie Gray sem hefur tekið bókina saman en við margar uppskriftirnar má finna skemmtilegan fróðleik um réttina sem gera bókina sérlega áhugaverða.

  Downtown Abbey cookbook

  AUGLÝSING


  Falleg saga

  Agathe eftir Anne Cathrine Bomann er hljóðlát, einföld og hversdagsleg saga. Það gerist ekkert sérstaklega margt en samt svo mikið. Einmana geðlæknir telur niður dagana fram að starfslokum sínum. Hann er löngu leiður á sjúklingum sínum og vandamálum þeirra og einkalíf hans sjálfs er innantómt. Ritari hans skráir hjá honum nýjan sjúkling, algerlega í óþökk hans, en þessi unga óhamingjusama kona, Agathe, nær að opna huga þessa vanafasta manns og breyta lífi hans. Þetta er falleg bók, full af mannlegri hlýju og næmni og skilur mann eftir hugsandi en glaðan. Halla Kjartansdóttir á hrós skilið fyrir þýðinguna.

  Agathe

  Hlýleiki og kyrrð

  Það hlýtur að teljast til tíðinda að komin er ný ljóðabók frá Einari Má Guðmundssyni. Það eru orðin fjórtán ár síðan hann sendi frá sér ljóð síðast. Til þeirra sem málið varðar er falleg og kyrrlát bók. Það er yfir henni einhver dásamlegur hlýleiki og boðskapur um að taka lífinu tveimur höndum. Lifa hvern dag til fulls. Það er gott að láta svona bækur liggja á náttborðinu og grípa þær reglulega til að stilla andardráttinn og búa sig undir næsta dag.

  Til þeirra sem málið varðar

  Listilega vel skrifuð

  Hvítt haf eftir Roy Jacobsen er framhald bókarinnar Hin ósýnilegu. Þetta eru listilega vel skrifaðar bækur og þýðandinn, Jón St. Kristjánsson, kemur frábærlega til skila ljóðrænum og dásamlega fallegum lýsingum á náttúrunni og hversu sterk ítök hún getur átt í manninum. Nú er svo komið að Þjóðverjar hafa hertekið Noreg og Ingrid vinnur við síldarsöltun og saltfiskverkun í bænum. En Barrey togar hana til sín og þangað fer hún ein en þá tekur að skola á land líkum. Einn skipbrotsmanna reynist lifandi og með þeim takast ástir. Ingrid þarf að borga dýru verði þessar fáu sælustundir en þrátt fyrir harða lífsbaráttu og harðneskju samfélagsins á Ingrid óbugandi lífsvilja og samlíðan með samborgurum sínum sem skilar henni ákveðinni lífssátt.

  Hvítt haf

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is