Nokkur góð ráð fyrir þá sem ætla að ferðast einir

Deila

- Auglýsing -

Mun algengara er að fólk ferðist eitt enda hentar það mörgum betur að stjórna sér algerlega sjálft. Hér eru nokkur ráð fyrir fólk sem langar að prófa.

 

Lesið ykkur vel til um áfangastaðinn áður en þið leggið af stað
Mennt er ávallt máttur og því meiri þekkingu sem fólk hefur á aðstæðum, þeim mun líklegra er að allt fari að óskum.

Skapið ykkur vettvang
Margir sem ferðast einir halda dagbækur að hætti landkönnuða fyrri tíma. Nú á dögum rata þær oft á Netið. Þar eru birtar frásagnir af ævintýrum ferðalangsins og myndir. Svona ferðablogg njóta mikilla vinsælda og að tengjast fylgjendum sínum í hvert sinn sem bætt er við bloggið getur verið mjög gefandi. Í þessu er einnig falið ákveðið öryggi. Allur heimurinn veit hvar þið eruð stödd daglega eða á nokkurra daga fresti. Það sem þið hafið að segja getur svo gagnast þeim sem feta í fótspor ykkar.

Verið viss um að þið viljið í raun ferðast ein
Það hentar ekki öllum að vera einir á ferð. Sumir finna fyrir einmanaleika og ótta. Verið þess vegna viss um að þið séuð undir það búin að vera ein. Til að undirbúa tilfinninguna farið ein á söfn, veitingahús og ferðamannastaði í eigin heimalandi áður en þið heldið af stað. Ýmsum reynist vel að hafa með sér bók eða iPad til að kíkja á meðan beðið er eftir matnum eða grípa til ef þeir finna fyrir óþægilegu augnaráði.

Veljið áfangastaðinn vel
Byrjið á að fara styttri ferðir og þá til staða þar sem þið búist ekki við miklum vandræðum, til dæmis landa líkum ykkar heimalandi og þar sem þið getið gert ykkur skiljanleg. Ef vel tekst til er ekkert mál að láta draumana rætast og skella sér til Nepal, Bólivíu eða Ghana.

Takið ekki hvaða ráðum sem er
Ráðleggingar annarra geta verið gagnlegar en stundum eiga þær alls ekki við í ykkar tilfelli. Takið öll ráð sem gefin eru í góðri trú til yfirvegunar en staðreynið þau og notið aðeins þegar þið eruð viss um að þau passi ykkur.

Finnið ykkar útgangspunkt
Margt fólk ferðast í ákveðnum tilgangi. Mataráhugi rekur suma áfram, ást á listum og menningu aðra en sumir njóta þess best að reika um og upplifa andrúmsloftið. Finnið ykkar þema og byrjið hverja ferð þar.

Veljið gististaðinn af kostgæfni
Það er alltaf gott að hvílast vel. Auk þess er gott að geta dregið sig í hlé eftir langan dag á ferðalagi og notið þess að slaka á í einrúmi. Ef þið hafið ekkert á móti félagsskap og ýmsum óþægindum sem fylgja því að sofa í herbergi með mörgum öðrum má að sjálfsögðu bóka hostel en ef ekki má til dæmis skoða www.slh.com þar sem finna má lítil lúxushótel um allan heim.

Sjá einnig: Til útlanda án ferðafélaga

- Advertisement -

Athugasemdir