Nördar bæta samfélagið

Deila

- Auglýsing -

Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í faraldsfræði við læknadeild Háskóla Íslands, hefur lengi unnið að rannsóknum á þeim áhrifum sem áföll hafa á andlega- og líkamlega heilsu fólks. Hún leiðir rannsóknina Áfallasaga kvenna sem hún er nú að vinna úr og er í forsvari fyrir Íslandshluta fjölþjóðlegrar rannsóknar á líðan þjóðar á tímum COVID-19 sem verið er að vinna. Hún segist sjálf hafa verið heppin í lífinu og ekki lent í stórum áföllum, en henni þyki afskaplega áhugavert að skoða afleiðingar áfalla og hversu mikil áhrif tilfinningar okkar hafa á heilsu okkar.

Þetta og margt fleira áhugavert kemur fram í forsíðuviðtali við Unni Önnu í nýjustu Vikunni sem væntanleg er á sölustaði á morgun.

Prófessorinn viðurkennir líka að sennilega sé hann og hafi alltaf verið nörd. En núorðið geta allir víst verið sammála um að nördar bæta samfélagið.

Auk Unnar Önnu er í blaðinu viðtöl við Daníel Óliver Sveinsson um rekstur Súpufélagsins í Vík í Mýrdal og uppskrift að dásamlegri súpu.

Viktoría Blöndal segir frá nýrri ljóðabók sinni og hjartanæmu kvæði sem hún orti til gamallar dósar sem enginn skildi.

Borgar Magnússon fer undir smásjánna, fjallað er um höfundanöfn og tilgang þeirra og litið við í Kötlusetri, Hafnleysu og happafleytan Skaftfellingur skoðuð.

Allt þetta í nýrri og bráðskemmtilegri Viku. 

Kaupa blað í vefverslun

- Advertisement -

Athugasemdir