Ný og spennandi ilmvötn

Deila

- Auglýsing -

Haustin eru hátíð tískurisanna og þá keppast framleiðendur við að kynna allt það nýjasta fyrir haustin og veturna. Hér eru nokkur ný og lokkandi ilmvötn.

Frísklegur og hlýr. Það er alltaf spennandi þegar nýr ilmur kemur á markað. Ralph Lauren sendi frá sér POLO Red Rush-herrailm í sumar en hann er byggður upp af ávöxtum og gefur ríkulegan, karlmannlegan ilm sem er einnig frísklegur og hlýr.

Miðnæturtónar. Viktor & Rolf Flowerbomb Midnight er ný viðbót við þessa frábæru ilmlínu þeirra félaga. Flowerbomb-dömuilmvötnin eru eins og nafnið bendir til ríkuleg blómailmvötn en í þessum nýja koma ávaxtatónar á borð við granatepli og sólber sem gefa honum nýja dýpt til að skapa kvöldstemningu. Frábær ilmur á heitum haustkvöldum.

Ilmur með boðskap. Nýr ilmur frá Lancôme var kynntur í Smáralind um daginn en hann heitir Idôle og er sérhannaður með nútímakonur í huga, konur sem vilja setja mark sitt á veröldina, láta gott af sér leiða og sýna hvað í þeim býr. Idôle þýðir fyrirmynd eða einhver sem litið er upp til. Við þekkjum enska orðið idol en það er samsvarandi. Hönnuðir ilmsins ákváðu auk þess að taka hvern og einn staf í nafninu og láta hann standa fyrir eitthvert hugtak og fyrir valinu urðu útgeislun, kraftur, metnaður, ferðalag en ekki áfangstaður eða öll þau gildi sem skipta nýja kynslóð miklu máli.

„Ég er frjáls“. Um þarsíðustu helgi var nýi ilmurinn frá YSL, Libre, kynntur með pomp og prakt í Sundhöll Hafnarfjarðar. Í tilkynningu kemur fram að um sé að ræða heillandi blómailm sem dansi á línunni milli kvenleika og karlmennsku. „Frelsi er orðið sem lýsir Yves Saint Laurent best.  Monsieur Yves Saint Laurent talaði um frelsi sem yfirlýsingu – lífsstíl þar sem viðkomandi kann að segja „nei“, sýnir sig í réttu ljósi, lifir ástríðufullu lífi og lætur drauma sína rætast. Frelsi er hugarástand, frelsi er að fara eftir þínum eigin reglum, engar málamiðlanir. Vertu stormur dagsins. Vertu sól næturinnar. Dansaðu við þinn eigin takt. Lifðu lífinu.“ Myllumerki hins nýja ilms er #IamLibre.

Aðdráttarafl vondu strákanna. Í skáldsögum og kvikmyndum er gert mikið úr aðdráttarafli vondu strákanna, töffarana og uppreisnarseggjanna, manna sem konur ættu að forðast en dragast að eins og málmur að segulstáli. Caroline Herrera hefur fangað kjarna þessa í dásamlega ilmi Bad Boy. Þetta er kryddaður, djúpur ilmur, karlmannlegur og spennandi.

- Advertisement -

Athugasemdir