Nýir straumar í vortískunni

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Margar konur eru hrifnastar af hausttískunni því þar er iðulega að finna klassískar línur og klæðilega liti. En þótt afturhaldssemi haustsins falli vel að þörfum flestra er léttur frumleiki vortískunnar einmitt það sem flestir þurfa á að halda eftir langan dimman vetur. Í vor koma inn nokkrir nýir straumar sem sannarlega er vert að líta á.

Gamaldags rykfrakkar, jakkar og blússur í þessum fallega lit voru áberandi á tískupöllunum.

Eitt af því sem kemur helst á óvart er að ljósbrúnn eða beige er aðalliturinn. Gamaldags rykfrakkar, jakkar og blússur í þessum fallega lit voru áberandi á tískupöllunum. Riccardo Tisci endurgerði Burberry-frakkann í hvorki fleiri né færri en fimmtíu blæbrigðum þessa litar eða litleysu, eins og sumir vilja halda fram. Max Mara var á svipaðri leið í sinni sköpun og setti sína eigin útgáfu af frakka á markað. Balmain einnig en þar og víða annars staðar voru samfestingar í lykilhlutverki. Þeir eru því svo sannarlega ekki á leið út.

„Annars var léttleiki og ákveðnar hreinar línur og formfögur snið hluti af vorlínu flestra stóru tískuhúsanna. Áhrif frá níunda áratugnum eru enn sýnileg en nú blandast þau spennandi strandlífsþemum í anda Kaliforníu.“

Annars var léttleiki og ákveðnar hreinar línur og formfögur snið hluti af vorlínu flestra stóru tískuhúsanna. Áhrif frá níunda áratugnum eru enn sýnileg en nú blandast þau spennandi strandlífsþemum í anda Kaliforníu. Stuttbuxur af öllum stærðum og gerðum, helst samt úr kakí og í hinum ofurvinsæla beige-lit.

Fötulaga hattar, margir hverjir skreyttir, ættu að vera á innkaupalista hverrar tískudrósar.

Hattar, hárbönd og macramé
Hattar koma sterkir inn og alls konar hárbönd og hárskraut. Túrbanar, slæður um höfuðið og smart fötulaga hattar, margir hverjir skreyttir, ættu að vera á innkaupalista hverrar tískudrósar. Dior og Prada hófu hárböndin til vegs og virðingar á pöllunum núna. Miuccia Prada gekk lengst en á sýningu hennar mátti sjá borðalögð bönd úr satíni og leðri. Sum skreytt steinum og bólum. Dior á hinn bóginn kaus að fá innblástur frá teygjuhárböndum ballerína.

Dior kaus að fá innblástur frá teygjuhárböndum ballerína.

Stráhattar eru einnig sterkir, þá má skreyta með alls konar persónulegum nælum, borðum og blómum. En einmitt nú verða litlir skrautmunir einmitt mjög vinsælir. Nælur, hringar, hálsmen og fleira skraut á fatnaði. Lítt áberandi en einmitt til þess fallið að setja punktinn yfir i-ið. Þar má nefna Wald Berlin-skeljaskartgripi en þeir eru einmitt mjög lýsandi fyrir það sem koma skal í sumar.

Raffia notaði macramé til að skapa skemmtilega sérstöðu og gaman að sjá þann stíl koma aftur.

Perluskreytt, The Shrimps, taskan frá Antoniu er líka einmitt í þeim stíl sem verður ráðandi í sumar. Taskan sjálf er einföld að lögun og fíngerðar perlurnar gefa henni fágun og glæsilega. Hún passar mjög vel með blómamynstrum og líflegri litagleði strandfatnaðarins sem verður áberandi. En einnig mátti sjá vel útfærðar og smart útgáfur af mittistöskum. Einmitt það sem allir þurfa á ferðalögum. Raffia notaði hins vegar macramé til að skapa skemmtilega sérstöðu og gaman að sjá þann stíl koma aftur.

Á hippaárunum var mjög algengt að konur notuðu eigin batík-liti til að lita föt og notuðu tækni sem kölluð er tie-dye. Þessi aðferð er aftur komin í tísku og flíkur með slíku mynstri mjög áberandi hjá mörgum tískuhúsum.

Batík og blúndur
Á hippaárunum var mjög algengt að konur notuðu eigin batík-liti til að lita föt og notuðu tækni sem kölluð er tie-dye. Þá er flíkin bundin saman eða vöðluð saman og litnum hellt í hana. Liturinn rennur til og myndar mynstur, stundum hringi en einnig rendur og fínlegar æðar. Þessi aðferð er aftur komin í tísku og flíkur með slíku mynstri mjög áberandi hjá mörgum tískuhúsum. Raf Simons hjá Calvin Klein reið á vaðið en öll línan hjá þeim var innblásin af kvikmyndinni Jaws. Proenza Schouler hafði einnig tekið eftir persónuleika tie-dye-efna en hennar flíkur voru hnökralausari, meira unnar. Í Milanó var brimbrettasenan helsti áhrifavaldurinn og Etro notaði atvinnukonur í brimbrettaíþróttinni sem módel. Í París töfraði Marine Serre tískuáhugafólk með sinni sýn á neopren-hjólaföt og kafarabúninga en hún notaði efnið og breytti því í stællega kjóla.

Blúndur komu sterkar inn hjá Christopher Kane, Erdem og Victoriu Beckham þar sem þeim var blandað skemmtilega við karlmannlegan fatnað og snið.

Blúndur komu sterkar inn hjá Christopher Kane, Erdem og Victoriu Beckham þar sem þeim var blandað skemmtilega við karlmannlegan fatnað og snið. Allt eru þetta spennandi nýjungar og ávallt gaman að tileinka sér eitthvað, blanda því við gamalt og gera persónulegt.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Íslendingar á forsíðu ELLE

Íslenska fyrirsætan Liv Benediktsdóttir prýðir forsíðu ELLE í Þýskalandi en Kári Sverrisson ljósmyndari tók myndina.Sigrún Ásta Jörgensen...