Öðlaðist meira sjálfstraust þegar hún fékk sér tattúið

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Húðflúr sem Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, skartar á bringunni vekur eftirtekt en um stórt tattú af kríu er að ræða.

Sigurborg Ósk fékk sér umrætt flúr í vor eftir langa umhugsun. „Ég hafði gengið með hugmyndina í kollinum í mörg ár áður en ég lét verða af henni,“ segir Sigurborg Ósk þegar hún er spurð út í húðflúrið.

Listakonan sem hannaði og gerði tattúið kallar sig Habba Nero. Mynd / Ívar Sæland

Með flúrinu vill hún meðal annars vekja athygli á dýravelferð. „Alveg frá því að ég man eftir mér hef ég elskað dýr af öllu mínu hjarta og átt erfitt með að búa í heimi þar sem dýrin eru flokkuð sem óæðri tegund en við mannfólkið. Heimi þar sem dýr eru oft beitt ofbeldi og flest eru drepin til þess eins að borða þau. Það er gríðarlega mikilvægt að við áttum okkur á að allt líf á jörðinni er tengt með einum eða öðrum hætti og að við þurfum að minnka fótspor okkar og endurskoða okkar lífshætti til að koma í veg fyrir að við útrýmum öðrum dýrategundum,“ útskýrir Sigurborg Ósk.

„Það er gríðarlega mikilvægt að við áttum okkur á að allt líf á jörðinni er tengt með einum eða öðrum hætti…“

Hún segist hafa öðlast meira sjálfstraust eftir að hún fékk sér tattúið. „Sjálfstraust til að segja það mér býr í brjósti, alveg sama hversu erfitt það er.“

Sigurborg skrifaði færslu um húðflúrið í maí og sagði að hún hafi dálæti á kríunni og að Ísland geti orðið eins og krían. „Ég dáist að kríunni. Hún lætur ekkert stoppa sig. Hún veit hvað hún vill og hún hræðist ekkert. Það skiptir hana engu máli þótt hættan sem henni ógnar sé mun stærri en hún sjálf. Ísland getur orðið eins og krían. Ísland getur haft áhrif og sýnt með góðu fordæmi hvernig fleiri lönd geta skapað raunverulega sjálfbærni. Því oft veltir lítil þúfa þungu hlassi,” skrifaði hún meðal annars.

Færsluna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

Krían // Sterna paradisaea Þegar ég var í Fljótunum fyrir nokkrum árum sá ég hvar fálki kom fljúgandi og styggði stórt…

Posted by Sigurborg Ósk Haraldsdóttir on Sunnudagur, 17. maí 2020

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -