2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  „Oft erum við bara leiksoppar aðstæðna“

  Orðtakið að menn séu leiksoppar örlaganna á vel við í tilfelli Katrínar Mixa. Hún hafði ráðgert að fara í hjálparstarf í Palestínu og var nýlent í London þegar fréttir bárust að heiman af alvarlegu slysi. Báðir foreldrar hennar lágu slasaðir á gjörgæslu.

   

  Allar áætlanir Katrínar voru umsvifalaust lagðar til hliðar og hún flaug aftur heim. Þar lenti hún í miðjum hvirfilvindi erfiðra tilfinninga og togstreitu vegna þess að móðir hennar var nú lömuð frá öxlum og skortur á áfallahjálp varð til þess að fjölskyldan varð ekki söm.

  Katrín segir sögu sína í nýjasta tölublaði Vikunnar en þar er líka talað við Steinunni Völu Sigfúsdóttur um skartgripahönnun og fyrirtækið Hring eftir hring.

  Við heyrum í Berglindi Baldursdóttur um bækurnar sem hún þýðir og gefur út og Huldu Hákonardóttur um jóga og kulnun.

  AUGLÝSING


  Jóna Bergdal fangar fegurð íslenskrar náttúru með vatnslitum en hún var alin upp í Eyjafirði og æskuminningar verða henni oft uppspretta hugmynda.

  Þetta og margt annað flókið og spennandi að finna í nýrri og spennandi Viku.
  Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is