Orðtakið að menn séu leiksoppar örlaganna á vel við í tilfelli Katrínar Mixa. Hún hafði ráðgert að fara í hjálparstarf í Palestínu og var nýlent í London þegar fréttir bárust að heiman af alvarlegu slysi. Báðir foreldrar hennar lágu slasaðir á gjörgæslu.
Allar áætlanir Katrínar voru umsvifalaust lagðar til hliðar og hún flaug aftur heim. Þar lenti hún í miðjum hvirfilvindi erfiðra tilfinninga og togstreitu vegna þess að móðir hennar var nú lömuð frá öxlum og skortur á áfallahjálp varð til þess að fjölskyldan varð ekki söm.
Katrín segir sögu sína í nýjasta tölublaði Vikunnar en þar er líka talað við Steinunni Völu Sigfúsdóttur um skartgripahönnun og fyrirtækið Hring eftir hring.
Við heyrum í Berglindi Baldursdóttur um bækurnar sem hún þýðir og gefur út og Huldu Hákonardóttur um jóga og kulnun.
Jóna Bergdal fangar fegurð íslenskrar náttúru með vatnslitum en hún var alin upp í Eyjafirði og æskuminningar verða henni oft uppspretta hugmynda.
Þetta og margt annað flókið og spennandi að finna í nýrri og spennandi Viku.
Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun