Ólöfu og Oddi sagt að búa sig undir það versta: „Ég var ofboðslega hrædd í fæðingunni“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Læknar sögðu Ólöfu Þóru Sverrisdóttur og Oddi Eysteini Friðrikssyni að búa sig undir það allra versta þegar skoðun hjá ljósmóður á 36. viku meðgöngu sýndi að galli var á höfði barnsins sem Ólöf gekk með og frekari rannsóknir leiddu í ljós að engar tengingar voru á milli heilahvela. Ólöf segir læknana hafa dregið upp eins svarta mynd og hægt var.

„Og sú mynd virðist gefin foreldrum sem hafa verið í sömu sporum. Venjulega greinist þessi vöntun í 20 vikna sónar og þá er foreldrum í einhverjum tilvikum boðið að enda meðgönguna samkvæmt upplýsingum sem ég aflaði mér seinna,“ segir Ólöf.

Móa fæddist á 39. viku meðgöngunnar. Fæðingin sjálf var erfið, að sögn Ólafar, hún var gangsett og hríðarnar því erfiðari en ella og einnig tók fæðingin mikið á andlegu hliðina. „Ég var ofboðslega hrædd í fæðingunni. Það var búið að segja okkur að Móa gæti jafnvel ekki þrifist utan móðurkviðs. Og í dag þegar maður er búin að liggja yfir þessu og leita sér upplýsinga, þá sér maður að það hafa verið slík tilvik, þannig að maður álasar ekki læknunum fyrir svartsýnina. Þetta er bara sjaldgæft heilkenni og lítið vitað um það,“ segir Ólöf. „Það var fundin ljósmóðir sem var talin henta mér og mínum karakter vel, og hún fylgdi mér allan tímann, sem var bara ómetanlegt. Ég hefði ekki komist í gegnum fæðinguna án hennar. Oddur var í mikilli geðshræringu, eins og ég, og gat því ekki verið til staðar á sama hátt og hefði fæðingin verið eðlileg. Guði sé lof fyrir þessa ljósmóður,“ segir Ólöf og hlær.

Vikan er komin út.

„Eftir fæðinguna fékk ég Móu bara augnablik í fangið og svo var rokið með hana í rannsóknir. Oddur fékk að fylgja henni, og ég var ein eftir með ljósmóðurinni að fæða fylgjuna.“

Lestu tilfinningaþrungið viðtal við Ólöfu í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Tryggðu þér eintak í næstu verslun eða komdu í áskrift.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -