Óraunhæf markmið geta haft meiðandi áhrif

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Margt fólk setur sér ýmis heit eða markmið í kringum áramótin. Við fengum markþjálfann Sigrúnu Jónsdóttur til að gefa okkur nokkur góð ráð hvað markmiðasetningu varðar. Hún segir sína persónulegu reynslu hafa kennt sér að það borgar sig ekki að vera með refsivöndinn á lofti.

„Ég er þeirrar skoðunar að markmiðasetning þurfi að eiga sér stað og stund. Þegar fólk finnur sig knúið til að gera breytingar eða vill skerpa á einhverjum þáttum í lífi sínu þá er tímabært að setja sér markmið. Áramótin eru auðvitað ákveðin þáttaskil sem margt fólk velur sér til að fara í endurmat,“ útskýrir Sigrún Jónsdóttir, hjá Míró markþjálfun Lífsgæðasetri ST.JÓ.

Hún er þeirrar skoðunar að það skili litlum sem engum árangri að dæma sig of hart þegar kemur að markmiðum. Hún segir mikilvægt að sýna sjálfum sér mildi og kærleika þegar á að ráðast í breytingar því óraunhæf markmið geti haft meiðandi áhrif.

„Markmið þurfa að vera raunhæf og sett fram í ákveðnu mildi, við þurfum að geta séð vegferðina fyrir okkur. Svo þegar þarf að endurmeta markmiðin á leiðinni þá þarf að skoða þau með þeim gleraugum sem henta hverjum og einum. Markmið okkar eru of oft tengd því sem við sjáum aðra gera í stað þess að líta inn á við og spyrja sig „hvað þarf ég?““ útskýrir Sigrún.

Lestu skemmtilegt viðtal við Sigrúnu og fáðu góð ráð með markmiðasetningu í Völvublaði Vikunnar.

Ert þú búin/n að næla þér í Völvublað Vikunnar? Tryggðu þér eintak í næstu verslun eða í vefverslun okkar.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -