• Orðrómur

Örlagasaga Milu Kunis

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Mila Kunis fæddist í Úkraínu og fluttist sjö ára gömul til Bandaríkjanna með foreldrum sínum. Þar tók hún leiklist í vali í skólanum og var uppgötvuð af umboðsmanni. Hún lék í auglýsingum og kom fram í aukahlutverkum en aðeins fjórtán ára fékk hún hlutverk Jackie Burkhart í That ´70 Show.

Þrátt fyrir að foreldrar Milu hafi fórnað miklu við flutninginn til Bandaríkjanna er hún þakklát fyrir þau tækifæri sem þau fengu. Móðir hennar, Elvira, er lærður eðlisfræðikennari sem í Bandaríkjunum er verslunarstjóri í apóteki. Pabbi hennar, Mark, er vélfræðingur en keyrir leigubíl í Los Angeles. Menntun þeirra fékkst ekki metin í Bandaríkjunum og þeim var eingöngu leyft að taka með sér 250 dollara svo þau komu algjörlega eignalaus.

Mila hefur sagt í viðtölum að þrátt fyrir það séu þau ákaflega þakklát fyrir hversu vel hafi verið tekið á móti þeim og foreldrar hennar séu í góðum störfum. Gyðingahatur í Sovétríkjunum átti stóran þátt í að foreldrar hennar ákváðu að flytja. Þau hafi líka talið að börnin þeirra ættu meiri möguleika á að lifa góðu lífi vestanhafs.

Femínisti

- Auglýsing -

Þrátt fyrir að Mila hafi leikið aðalhlutverk í Bad Moms og Bad Moms Christmas er hún mikill femínisti. Hún er meðal þeirra er koma að því að fjármagna og framleiða leikna sjónvarpsþætti byggða  kvenréttindabaráttunni í Bandaríkjunum á sjöunda áratugnum. Þættirnir heita Meridan Hills.  Hún er fylgjandi demókrataflokknum og var opinber stuðningsmaður Baracks Obama.

Mila og Ashton giftu sig árið 2015.

Líf Milu í tölum

Milena Markovna Kunis fæddist þann 14. ágúst 1983 í Chemivtsi í Úkraínu.

- Auglýsing -

Fjölskyldan flutti til Bandaríkjanna árið 1991.

1994 hóf að læra leiklist í Beverly Hills Studios. Þar hitti hún Susan Curtis sem gerðist umboðsmaður hennar.

1994 kom hún fyrst fram í sjónvarpsþætti það var í sápuóperunni Days of Our Lives.

- Auglýsing -

1998 fékk hún hlutverk Jackie Burkhart.

That ´70 Show gekk í 8 ár og Mila fékk tvisvar verðlaun fyrir frammistöðu sína í þeim.

2001 hóf hún feril í kvikmyndum, lék annað aðalhlutverkið í Get Over It á móti Kirsten Dunst.

2002 vakti mikla athygli að hún Macauley Culkin voru par. Þau gerðu allt hvað þau gátu til að halda sambandi sínu utan fjölmiðla með misjöfnum árangri. Árið 2011 tilkynntu þau að þau hefðu slitið samvistum.

2009 fékk hún mikið lof fyrir leik sinn í myndinni Extract. Í kjölfarið opnuðust ný tækifæri fyrir alvarlegri hlutverk og hið fyrsta var í Book of Eli þar sem hún lék á móti Denzel Washington.

Í apríl 2012 fór hún á stefnumót með Ashton Kutcher en þau léku saman í The ´70 Show. Sambandið vakti mikla athygli. Þau trúlofuðu sig í febrúar árið 2014 og giftu sig í júlí árið 2015.

Þau eiga tvö börn, dótturina Wyatt Isabelle og soninn, Dimitri Portwood.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -