„Öryggið mitt var hjá mömmu“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Félagsráðgjafinn Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir hefur alla tíð brunnið fyrir málefnum barna, sérstaklega þeirra barna sem eiga foreldra á tveimur heimilum, en sjálf var hún barn í flóknum umgengnisaðstæðum og man vel eftir tilfinningunum sem tengdust því að fara frá móður sinni á Akranesi til föður síns í Reykjavík.

 

Ragnheiður Lára hefur undanfarin fjögur ár starfað sem sérfræðingur í málefnum barna hjá sýslumanni og er nú að fara af stað með sértæka þjónustu, Tvö heimili, fyrir foreldra og börn sem búa á tveimur heimilum. Hún hefur góða innsýn í málefnið því auk starfsreynslu sinnar og eigin reynslu úr æsku hefur sonur hennar búið á tveimur heimilum síðustu sjö árin.

„Skilnaðurinn sjálfur er bara byrjunin“

„Þegar fólk skilur er svo margt í gangi,“ segir Ragnheiður Lára. „Foreldrar eru að reyna að gera sitt besta og vilja raska lífi barnsins sem minnst og margir velja þess vegna að hafa umgengni nokkuð jafna svo barnið geti verið með báðum foreldrum. En skilnaðurinn sjálfur er bara byrjunin og upphafið að öllu því sem koma skal. Fólk þarf að finna út úr því hvernig það er hægt að sinna foreldrahlutverkinu saman án þess þó að vera í parasambandi. Foreldrar þurfa að hafa innsæi í upplifun barns við þessar aðstæður og vanda vel til verka. Svo geta aðstæður barnsins breyst með tímanum og eitthvað sem var ákveðið hjá sýslumanni við skilnaðinn hentar kannski ekki einhverjum árum síðar. Það getur verið mismunandi eftir þroskaskeiði barnsins og aðstæðum foreldra.“

„Ég var alltaf dálítið óörugg þegar ég var að fara til pabba“

Ragnheiður Lára segir tilfinninguna að fara á milli heimila móður sinnar og föður helst minna á það hvernig sé að byrja að vinna á nýjum vinnustað. „Maður veit ekki alveg hvernig hlutirnir eru og verða á nýja staðnum, hvar maður á að vera, við hvern maður á að tala og hefur ekki þessa öryggistilfinningu. Ég var þess vegna alltaf dálítið óörugg þegar ég var að fara til pabba. Samt þótti mér vænt um pabba minn og hann var alltaf mjög góður við mig. Konan hans var líka góð við mig og stundum var ég spennt fyrir að fara til hans en stundum vildi ég það bara alls ekki, því það var svo gott að vera hjá mömmu. Öryggið mitt var hjá mömmu.“

Viðtalið Við Ragnheiði í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.
Kaupa blað í vefverslun

Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Förðun / Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur YSL á Íslandi

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -