Föstudagur 23. september, 2022
6.1 C
Reykjavik

Óumbeðnar typpamyndir: „Æi, dúllulegur svona pínulítill“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Óumbeðnar typpamyndir – eiga þær að hífa upp sjálfstraustið hjá óöruggum körlum?

Óumbeðnar eða ósamþykktar typpamyndir eru ógeðslegar. Sorrí, strákar. Það er algjört lágmark að spyrja alla vega hvort þið megið senda mynd af fermingarbróðurnum. Ég veit að ég tala ekki fyrir allar konur en þessar myndir koma mörgum okkar ekki í stuð og sumum finnast slíkar myndasendingar vera niðurlægjandi, jafnvel ógnvekjandi.

Fyrir nokkrum vikum fékk ég vinabeiðni á Facebook frá ókunnugum manni. Hann var augljóslega giftur með nafn eiginkonunnar í hjúskaparupplýsingum og með mynd af konunni sinni í prófílnum. Við áttum nokkra sameiginlega vini svo ég samþykkti hann. Ég var varla búin að smella á „samþykkja vinabeiðni“ þegar hann sendi mér skilaboð:
„Úbbs, sendi ég þér vinabeiðni?“ Broskarl.

Upp frá þessu spruttu samræður okkar á milli, ég átti afmæli þennan dag og hann sagðist eiga afmæli eftir nokkra daga og við vorum sammála um að stjörnumerkin okkar væru þau bestu og svona. Áður en ég vissi af og án nokkurrar einustu ástæðu var hann búinn að senda mér mynd af typpinu á sér. Hafandi fengið slíkar óumbeðnar myndir áður, og verandi búin að fá meira en nóg af þeim, sagði ég:
„Nei, oj! Ertu að senda mér mynd af typpi á litlum dreng?“

Ég heyrði ekki frá honum meir. En svona geta jafnvel giftu mennirnir með mynd af konunum sínum í prófíl á Facebook verið úlfar í sauðargæru.

„Kannski spyrja þessir kjánar ekki hvort maður vilji fá mynd af djásninu af því að allar líkur eru á að svarið verði nei.“

Hvers vegna senda karlar konum óumbeðnar typpamyndir?
Í rannsókn sem gerð var meðal 1,087 gagnkynhneigðra karla um slíkar myndsendingar og birt var í Journal of Sex Research kom fram að menn sendu slíkar myndir í von um að fá svipaðar myndir eða eitthvað kynferðislegt efni til baka eða þeir myndu græða hitting og kynlíf út á myndirnar af djásninu. Niðurstöður bentu til að þátttakendur sæktust helst eftir jákvæðum viðbrögðum með þessum myndasendingum, til dæmis að þeir fengju að heyra það að þeir væru flottir og aðlaðandi. (Er það þá ekki bara spurning um Dale Carnegie-námskeið til að rífa upp sjálfstraustið?)

- Auglýsing -

Hins vegar sögðust um 10% þátttakenda samþykkir fullyrðingunni: Þegar ég sendi typpamynd finnst mér ég hafa vald yfir manneskjunni sem ég sendi myndina á. Og næstum 6% þátttakenda sögðust samþykkir því að þeir hefðu andúð á konum og það væri því fullnægjandi að senda typpamyndir. Sem sagt, mér sýnist að þeir karlar sem senda typpamyndir séu annaðhvort með núll sjálfstraust eða í verulegum vandræðum andlega. Nema hvort tveggja sé.

Allar líkur á að svarið verði nei
Það er líklega engin ein ástæða fyrir því að karlar sendi typpamyndir, það er sjálfsagt misjafnt eftir hverjum og einum. Og líklega er ekki auðvelt að stoppa þetta. Ekki fyrr en Messenger, Snapchat, Instagram og hvað þetta allt heitir verður komið með einhvern skynjara sem stoppar slíkar sendingar.

Ég veit að ég er ekki ein um að vilja ekki lengur svona óumbeðnar eða ósamþykktar myndasendingar. Kannski spyrja þessir kjánar ekki hvort maður vilji fá mynd af djásninu af því að allar líkur eru á að svarið verði nei. Það getur samt auðvitað vel verið að einhverjar konur séu þyrstar í slíkar myndir, og verði þeim að góðu, en það er almenn kurteisi að spyrja fyrst áður en þær eru sendar. Þarna kemur samþykkið inn. Leyfum þeim sem það vilja að svara játandi og þiggja typpamyndir en við hinar sem viljum ekki sjá þær megum segja nei og sleppa við þær og málið er dautt.

- Auglýsing -

Hugmyndir að svörum við óumbeðnum typpamyndum:
• Af hverju er litlifingur á þér svona skrýtinn?
• Jess, á ég að gefa einkunn? Ókei, 0 af 10 mögulegum.
• Úff, þú ættir að láta lækni kíkja á þetta.
• Æi, dúllulegur svona pínulítill.
• Það er eins og þú hafir legið of lengi í baði og hann sé orðinn að rúsínu!
• ??? Ég sé ekki neitt!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -