Óvenjuleg máltíð

Listakonan Nina Backman stendur fyrir sérstæðum gjörningi í samvinnu við Norræna húsið.

Finnska listakonan Nina Backman stendur fyrir vægast sagt óvenjulegum gjörningi í gróðurhúsi Norræna hússins 28. nóvember. Gjörningurinn kallast Þögul máltíð eða The Silence Meal og
er svokallaður þátttökugjörningur þar sem þátttakendur snæða þriggja rétta máltíð með víni og kaffi – í
þögn.

Markmið listakonunnar er að gefa fólki tækifæri til að skynja umhverfi sitt með sjálfu sér og skoða hvað kemur í staðinn fyrir talað mál.

Ljósmyndavél verður komið upp til að skrásetja máltíðina og öll hljóð, ískur í hnífapörum, smjatt og fleira hljóðritað.

Gjörningurinn er unninn í samvinnu við Norræna húsið en allar nánari upplýsingar má finna á
vefsíðu þess, www.nordichouse.is.

AUGLÝSING


Mynd: Í Silence Meal gefst þátttakendum kostur á að snæða máltíð í þögn.

Ekki missa af þessum

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is