• Orðrómur

Pör sem æfa saman ná betur saman

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sameiginleg áhugamál færa pör nær hvort öðru en nú hafa nýjar kannanir sýnt að það að hreyfa sig saman getur bætt sambandið til mikilla muna. Að fara í ræktina, sundlaugina eða út að ganga á hverjum degi dregur mjög úr streitutengdu álagi í samböndum og bætir samskiptin.

Nýleg rannsókn leiddi í ljós að pör sem stunda einhvers konar hreyfingu saman eiga í betri samskiptum og sambandið endist lengur. Vísindamenn hjá Decathlon telja að samveran skili sér þótt parið tali ekki mikið saman meðan á æfingu stendur. Spurningalistar voru sendir til 7600 aðila í parasambandi um allt Bretland og þeir spurðir um samband sitt og hvernig þeir héldu sér í formi.

Í ljós kom að 43% stundaði líkamsrækt með maka sínum og ef marka mátti niðurstöður spurningalistans átti þessi hópur nánara og betra samband við maka sinn en hinir. Þeir stunduðu einnig oftar kynlíf og töldu að sá tími sem þeir vörðu með makanum í ræktinni, sundlauginni eða við útivist væru gæðastundir.

- Auglýsing -

En á hvaða hátt bætti þetta sambandið?

Flestir töluðu um að þeim þætti makinn meira aðlaðandi eftir að hafa tekið vel á því á æfingum með honum. Kannski er eitthvað við sveitt og rjóð andlit. Í það minnsta sögðu flestir að vellíðanin í líkamanum eftir æfingu skapaði rómantíska spennu og það væri einstaklega gott að slaka á með makanum eftir átökin. Einnig töluðu margir um að þeim þætti kynæsandi að horfa á makann lyfta lóðum eða reyna á sig á annan hátt. Alls 22% hópsins sögðust fyrst og fremst stunda líkamsrækt til að halda sér í formi meðan 21% sagðist hafa sérstaka ánægju af hreyfingu og hún væri áhugamál.

Núorðið vita allir að hreyfing dregur úr streitu og eykur flæði vellíðunarboðefna í líkamanum og bætir þar með andlega líðan fólks. Þeir sem æfa saman fara því venjulega heim í mun betra skapi en þeir voru í þegar þeir lögðu af stað. Ef marka má grein í Psychology Today eykur það einnig samlyndi fólks að hlaupa saman í takt, dansa eða synda saman. Að lyfta lóðum og hjálpa hvort öðru við að setja upp tæki og fara í gegnum æfingar styrkir einnig böndin og ýtir undir samvinnu á öðrum sviðum. Taktfastar, samhæfðar hreyfingar hafa áhrif á heilann og verða til þess að fólki finnst það tengjast tilfinningalega þeim félaga sínum. Að anda saman og slaka á eftir á hefur sömu áhrif. Fólk verður meðvitaðra um tilfinningar og líðan hins aðilans og samhæfing eykst.

- Auglýsing -

Hvers konar æfingar er best að gera saman?

Meðal þeirra æfinga sem fólkið í könnun Decathlon stundaði var sund, hlaup og æfingar með tækjum í ræktinni. Einnig stunduðu nokkur pör dans. Þá syntu 37% para saman og 24% hlupu. Golf var sömuleiðis nefnt og þau sem það stunduðu töluðu um að það væri límið í sambandinu. Allir voru sammála um að hreyfingin og ástundun hennar væri þeim lífsnauðsynleg bæði til að rækta eigin heilsu og vellíðan í sambandinu. Næst þegar þið eigið lausan tíma væri kannski ráð að grípa hlaupaskóna eða sundfötin fremur en skríða upp í sófa og horfa á sjónvarpið.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -