• Orðrómur

Púðrið fær að víkja fyrir kremsnyrtivörum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Förðunarfræðingurinn Agnes Björgvinsdóttir fer yfir förðunartískuna sem ræður ríkjum um þessar mundir. Náttúruleg og ljómandi húð, brúnir tónar á augun og „fluffy“ augabrúnir eru aðalmálið að hennar sögn.

Þegar Agnes er spurð út í hvaða straumar einkenni förðunartískuna núna segir hún: „Náttúruleg húð er alltaf að verða vinsælli og meira áberandi. En þó að húðin virðist vera náttúruleg og jafnvel lítið förðuð er ekki þar með sagt að það þurfi að nota færri vörur. Vel skyggt andlit hefur verið mjög áberandi og þá er kinnalitur í aðalhlutverki. Það er mikið í tísku að nota fljótandi kremkinnalit og jafnvel setja hann ofarlega á kinnbeinin og draga hann yfir nefið til að ná fram frísku og ljómandi útliti.“

Agnes mælir með að fólk prófi að skipta púðurvörunum út fyrir kremvörur. „Ég held því fram að við notum allt of mikið púður á andlitið á okkur og jafnvel á staði sem þarfnast ekki púðurs. Það veldur þurrki og sest mikið í fínar línur. Prófið ykkur áfram með kremvörur, þær veita svo fallega áferð,“ segir Agnes. Hún segir að þá sé hægt að púðra létt yfir lítil svæði ef þarf.

„Ég held því fram að við notum allt of mikið púður…“

- Auglýsing -

Þessi primer frá BECCA hefur verið afar vinsæll.

Að sögn Agnesar er ljómandi húð í tísku og verður það áfram. Hún segir gott ráð að setja ljómandi „primer“ undir farðann, jafnvel yfir hann líka á ákveðin svæði. „Ég set ljómann efst á kinnbeinin og leyfi honum að fljóta aðeins upp á enni, meðfram augabrúninni, og á nefið og á milli augnanna,“ segir Agnes.

Hún mælir sérstaklega með tveimur snyrtivörum sem kalla fram ljóma. Önnur þeirra er frá merkinu Becca og heitir Glow Backlighting Priming filter. „Þessi vara gefur fallegan ljóma og hentar bæði undir og yfir farða.“

- Auglýsing -

Hin snyrtivaran er farðagrunnur sem heitir Glowing Base og er frá Sensai. „Hann er ótrúlega fallegur, ljómandi farðagrunnur sem er settur á eftir rakakremi og undan farða. Hann leiðréttir húðlitinn og veitir raka og ljóma.“

Augabrúnirnar greiddar með sápu

Spurð út í stefnur og strauma þegar kemur að augnförðun segir Agnes: „Eyeliner-tískan hefur tekið breytingum og við sjáum minna af þykkum svörtum „eyeliner“ en meira er um þunnar línur til að móta augun, jafnvel í brúnum mjúkum tónum.“

- Auglýsing -

Þá mælir Agnes með að nota brúna augnskugga og skáskorinn augnskuggabursta til að skerpa á augnumgjörðinni. „Að mínu mati kemur það fallegast út.“

Um augabrúnir segir hún: „Við sjáum mikið af fallegum, náttúrulegum og „fluffy“ augabrúnum. Það er mikið í tísku að framkalla svokallaðar „soap brows“, þá eru öll hárin greidd upp á við sem gefur þeim sleikta áferð,“ útskýrir Agnes.

Þessi augabrúnablýantur er í uppáhaldi hjá Agnesi.

Hún mælir með að nota mango-sápustykkið frá Body Shop í verkið og litla augabrúnagreiðu. „Og svo er flott að nota Brow blade-augabrúnablýant frá Urban Decay til að teikna fleiri hár og gera augabrúnirnar ýktari.“

Agnes fer yfir hátíðarförðunina í Völvublaði Vikunnar.

Í völvublaði Vikunnar er að finna viðtal við Agnesi þar sem hún fer yfir förðunartískuna um jól og áramót og gefur góð ráð sem snúa að því að framkalla flotta hátíðarförðun. Hún segir tilvalið að leyfa sköpunargleðinni að ráða ferðinni þegar kemur að förðun fyrir hátíðirnar.

Nældu þér í völvublað Vikunnar.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -