• Orðrómur

„Regla númer eitt, tvö og þrjú að ganga strax frá eftir sig“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hafsteinn E. Hafsteinsson býr ásamt manni sínum og syni í fallegri íbúð í Kópavogi en þar hafa þeir búið í tæp tvö ár. Uppáhaldsstaðurinn á heimilinu eru yfirbyggðu svalirnar en þangað bjóða þeir iðulega gestum sem ber að garði.

Hvað hafið þið búið lengi á þessum stað og hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á heimilinu? „Við höfum búið hérna í bráðum tvö ár. Uppáhaldsstaðurinn minn er án efa svalirnar okkar en við búum svo vel að að eiga 25 fermetra yfirbyggðar svalir sem bjóða upp á útsýni sem er ómótstæðilegt með öllu. Þar borðum við oftast kvöldmatinn og förum í heita pottinn. Þetta er líka staðurinn sem við bjóðum gestum þegar við fáum gesti. Út á svalir með alla,“ segir Hafsteinn og hlær.

Hvað gerir þú til að fegra í kringum þig? „Ég legg áherslu á að þegar ég er heima líði mér einstaklega vel. Því lögðum við mikla áherslu á að velja liti á veggina heima sem passa vel fyrir okkur. Við völdum að hafa nokkra dökka veggi á móti ljósgráum. Svo finnst mér nauðsynlegt að hafa góðan stað til að setjast niður eftir langan dag og hafa það huggulegt. Þar koma sófarnir okkar tveir sterkir inn. Einn úti á svölum til að njóta útsýnissins og svo inni í stofu fyrir framan imbakassann.“

- Auglýsing -

Hvaðan færðu innblástur þegar kemur að heimilinu? „Ég verð að viðurkenna að mér finnst mjög gaman að skoða Pinterest og Facebook-hópinn Skreytum hús.“

Áttu einhverjar uppáhaldsverslanir fyrir heimilið? „Ég er alger aðdáandi IKEA. Ég elska að breyta til og kaupa mér nýtt inn fyrir heimilið og þar kemur IKEA sterkt inn með góðar vörur og gott verð. Það er líka svo auðvelt að finna barnvænar vörur þar.“

Áttu einhvern uppáhaldshlut á heimilinu? „Ég á í raun tvo uppáhaldshluti. Í fyrsta sæti er sannarlega nuddbekkurinn sem er inni í aukaherberginu okkar en ég er svo heppinn að betri helmingurinn er menntaður nuddari og hefur það reynst mér mjög vel í gegnum tíðina. Hinn hluturinn er svo heiti potturinn sem við erum með á svölunum. Að liggja í honum á kvöldin og horfa upp til Bláfjalla er ómótstæðilega kósí.“

- Auglýsing -

Býrðu yfir góðu ráði til að halda heimilinu hreinu? „Regla númer eitt, tvö og þrjú er að ganga strax frá eftir sig. Ekki bíða þangað til á morgun því þá bíður það alltaf lengur.“

Fullt nafn:
Hafsteinn Ezekíel Hafsteinsson

Aldur:
35 ára

- Auglýsing -

Starfsheiti:
Sölu- og þjónustustjóri Sjóvá.

Annað heimilisfólk:
Ólafur Helgi Halldórsson, 29 ára, og Viktor Helgi Hafsteinsson, tveggja og hálfs árs.

Hafsteinn er í skemmtilegu viðtali í nýjustu Vikunni. Tryggðu þér áskrift hér að neðan.

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Sigurjón og skyr slá í gegn í nýrri herferð

Sigurjón Kjartansson framleiðandi með meiru fer með aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu bandaríska skyrframleiðandans Icelandic Provisions. Aug­lýs­ing­in er...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -