• Orðrómur

„Regluleg heimsókn til okkar í fótaaðgerð gefur góða vellíðan“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Áhugi minn hefur legið á þessu sviði alveg frá því ég var lítil stelpa, mér finnst gaman að vinna með fólki og í kringum fólk,“ segir Ágústa Kristjánsdóttir, eigandi Snyrtistofunnar Ágústu. „Það er virkilega gefandi að sinna starfi þar sem viðskiptavinir koma endurtekið til þín og staðfesta þannig ánægju sína, bæði með þig og þjónustuna. Margir af viðskiptavinum okkar hafa verið með okkur frá upphafi, viðskiptavinahópurinn er breiður og við erum rótgrónar í faginu.“

Eftir nám í snyrtifræði og fótaaðgerðum opnaði Ágústa fótaaðgerða- og snyrtistofu 1989 í miðbæ Reykjavíkur. Aðspurð um hvort hún hafi ekki hikað við að opna eigið fyrirtæki svarar Ágústa: „Ég var bara ung og spáði ekki mikið í það. Maður gerði enga viðskiptaáætlun bara hellti sér út í þetta af áhuga og fékk smávegis lán í Búnaðarbankanum. Ég hafði trú á að þetta gengi vel og yrði skemmtilegt og það hefur gengið eftir.“

Ágústa Kristjánsdóttir Mynd / Hallur Karlsson

- Auglýsing -

Fótamein mjög algeng

Á Snyrtistofunni Ágústu starfa níu starfsmenn, sem bjóða upp á alla almenna snyrtiþjónustu. „Við bjóðum upp á margs konar andlitsmeðferðir, augnháralengingar, varanlega förðun og fleira,“ segir Ágústa. „Það er mikil eftirspurn eftir góðum fótaaðgerðafræðingum, við erum að meðhöndla ýmis fótamein og það eru bæði karlar og konur sem koma til okkar í slíkar meðferðir ,” en auk Ágústu starfar Svala Ástríðardóttir fótaaðgerðafræðingur einnig á stofunni.

Mynd / Hallur Karlsson

- Auglýsing -

„Það er töluverður munur á fótsnyrtingu og fótaaðgerðum. Í fótsnyrtingu ertu að meðhöndla heilbrigða fætur, klippa neglur, laga naglabönd, mýkja upp hæla og naglalakka ef eftir því er óskað. Fótaaðgerð er meðferð á fótameinum, unnin af fótaaðgerðafræðingum sem hafa sérhæft sig í slíkum meðferðum fyrir neðan ökkla á húð og í nöglum. Í fótaaðgerð ertu að vinna á þykkum og niðurgrónum nöglum, fjarlægja harða húð af hælum og fleira,“ segir Ágústa, en hver og einn viðskiptavinur fær faglega ráðleggingu við hæfi.

Ágústa Kristjánsdóttir
Mynd / Hallur Karlsson

Aðspurð um hvort fótamein séu algeng svarar Ágústa játandi og segir skó ekki alltaf gera það besta fyrir okkur. „Háir hælar og þröngir skór eru ekki að hjálpa upp á að hafa heilbrigða fætur. Skór eru oft támjóir eða þröngir og þrýsta þá tám saman sem skapar óþægindi fyrir fæturna.

- Auglýsing -

Algengustu fótameinin eru vandamál á nöglum, líkþorn og fleira. Við höfum ýmsar leiðir til að meðhöndla bæði þykkar neglur og niðurgrónar neglur. Fótamein líkt og niðurgrónar neglur geta verið virkilega óþægileg, það þarf oft ekki mikið til að maður verði haltur og ómögulegur. Við veitum einnig sérfræðiráðgjöf varðandi meðhöndlun á fótum heima, hvernig þú klippir neglur og slíkt. Regluleg heimsókn til okkar veitir góða vellíðan.“

Mynd / Hallur Karlsson

Kynning úr blaði FKA og Vikunnar. 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Sigurjón og skyr slá í gegn í nýrri herferð

Sigurjón Kjartansson framleiðandi með meiru fer með aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu bandaríska skyrframleiðandans Icelandic Provisions. Aug­lýs­ing­in er...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -