• Orðrómur

Reka hótel með eldgos í bakgarðinum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Herborg Svana Hjelm, viðskiptafræðingur-MBA og framkvæmdastjóri, er annar eigenda Fjárhússins, sem er í Mathöll Granda og á Hlemmi og kokteilbarsins Trúnó sem er einnig á Hlemmi. Herborg og sameigandi hennar, Birgir Rafn Reynisson matreiðslumaður tóku nýlega yfir reksturinn á hóteli í Grindavík og opnuðu undir nafni Volcano Hótel og Festi Bistro með bistro matseðil. Vikan fékk Herborgu til að útbúa nokkra ljúffenga rétti og kokteil fyrir lesendur.

Mynd / Hallur Karlsson

Mynd / Hallur Karlsson

- Auglýsing -

Hótel með eldgos í bakgarðinum

Föstudaginn 4. júní, um sjómannahelgina, opnuðu Herborg og Birgir veitingastaðinn Festi bistro & bar í Grindavík.

„Við erum svona allt eða ekkert fólk,“ segir Herborg aðspurð um af hverju þau ákváðu að opna veitingastað samhliða hótelrekstrinum. „Þetta er ótrúlega spennandi tækifæri og ekki mörg hótel sem eru með eldgos í bakgarðinum.“

- Auglýsing -

„Viðtökurnar hafa farið fram úr okkar björtustu vonum, hótelið var nánast fullbókað í júní og sumarið sem eftir er lítur vel út. Við stólum bæði á ferðamenn og heimamenn þegar kemur að hótelgistingu, sem og veitingastaðnum. Á seðlinum eru léttir réttir, bistro-réttir og um helgar verðum við með brunch-seðill,“ segir Herborg. Og aðspurð um hvort þau séu byrjuð á næsta verkefni eða veitingastað svarar hún: „Við erum hætt, þangað til næst.“

Lestu viðtalið við Herborgu og sjáðu kokteila og uppskriftir úr hennar smiðju í Vikunni sem fæst á næsta sölustað eða í áskrift.

- Auglýsing -

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -