• Orðrómur

Réttlætið frá sjónarhóli þolenda kynferðisbrota

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hún hefur nýlokið doktorsprófi í réttarfélagsfræði þar sem hún rannsakaði, eins og hún segir sjálf, djúpstæðan réttlætisskort sem þolendur kynferðisofbeldis hérlendis búa við. Hildur Fjóla Antonsdóttir hlustaði á sögur og reynslu fjölmargra brotaþola og reynslu þeirra af íslensku réttarkerfi, sem þolenda annars staðar á Norðurlöndum. Niðurstaðan er allrar athygli verð.

  „Í réttarfélagsfræðinni notum við félagsvísindalegar kenningar og aðferðir til að rannsaka lög, lagalegar stofnanir og hegðun fólks í tengslum við lögin,“ segir Hildur. „Þannig greinum við lagaleg fyrirbæri í félagslegu, menningarlegu og sögulegu samhengi.“

Á árunum 2010-2011 blés dómsmálaráðuneytið, þá innanríkisráðuneytið, til samráðsfunda um meðferð nauðgunarmála. „Þar kom fram skýr vilji til að rannsaka frekar einkenni og meðferð nauðgunarmála í réttarkerfinu hérlendis. Í kjölfarið vann ég tvær rannsóknir. Þá fyrri með Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur þar sem við skoðuðum einkenni og meðferð nauðgunarmála þar sem meðal annars kom í ljós hversu fá nauðgunarmál enda með sakfellingardómi og hvernig þau mál sem enda með sakfellingu eru að mörgu leyti ódæmigerð fyrir þorra tilkynntra nauðgunarmála. Í seinni rannsókninni tók ég viðtöl við fagaðila innan réttarkerfisins um viðhorf þeirra til kynferðisbrotamála og hvernig bæta mætti meðferð þeirra.“

- Auglýsing -

Hildur segir að þarna hafi áhugi hennar kviknað á frekari rannsóknum, bæði á réttarkerfinu og þeim djúpstæða réttlætisskorti sem þolendur kynferðisofbeldis búa við, og það hafi legið beinast við að fara í réttarfélagsfræðina sem hún lærði í Svíþjóð. Hún varði doktorsrannsókn sína við réttarfélagsfræðideild háskólans í Lundi á síðasta ári.

Í nýjustu Vikunni er ýtarlegt viðtal við Hildi Fjólu um hvernig bæta má réttarstöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum og hvernig Ísland stendur í samburði við önnur Norðurlönd í meðferð mála af þessu tagi.

- Auglýsing -

Vikan fæst á næsta sölustað eða í áskrift.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -