• Orðrómur

Rósa Björg hljóp 106 km eftir sigur á krabbameini: „Lífið er eitt tækifæri“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Rósa Björg Karlsdóttir hljóp 106 kílómetra í Hengill Ultra-utanvegahlaupinu í byrjun júní. Að klára slíka vegalengd er ekki á allra færi og afrek Rósu verður enn merkilegra í ljósi þess að 2009 greindist hún með illkynja krabbamein. Hún glímir enn við afleiðingar krabbameinsins en er æðrulaus gagnvart hlutskipti sínu og segir náttúruhlaup og nýjar áskoranir gefa henni tilgang.

Rósa velur að láta krabbameinið ekki stýra sér þótt það hafi slegið hana niður oftar en hún kýs. „Menntun mín og ástríða tengist allri hreyfingu, ég elska að vera úti, ég á þrjá stóra hunda og fyrir mér er útivist lífsgjöf alla daga og ég er þakklát og finnst ég heppin. Í hlaupunum horfi ég fram á veginn sem ég geri líka í mínum veikindum, að horfa áfram en vera ekki alltaf í baksýnisspeglinum. Ég vel að láta veikindin ekki velja fyrir mig hvaða skref ég taki næst í lífinu. Ég frekar þvælist um með fullt af græjum í bakpoka, það er flókið að ferðast með allar stómagræjurnar, tilbúin að skipta bak við næsta stein, hlaupa ultrahlaup með stóma og veit aldrei á hverju ég á von. Þetta er eitthvað sem fylgir mér alltaf, en ég reyni að hugsa ekki of mikið um. Ég veit að verkirnir og áhyggjur af að veikjast aftur fara aldrei, en ég verð að sjá fallegu hlutina og það sem ég get gert,“ segir Rósa.

„Í haust ætla ég að hlaupa í Eldslóðinni og hlakka mikið til. Lífið er eitt tækifæri og það er fullt sem heillar, margt sem mig langar að gera og á eftir að gera. Mér var kippt út í svo mörg ár en fjölskylda mín hefur alltaf trú á að mamma þeirra og eiginkona geti fært fjöll, þannig að þau bíða eftir næsta skrefi sem ég tek. Ég á Orra að þakka stóran hluta af mínum bata. Að hafa aldrei gefist upp á konunni sinni, aldrei efast um minn sigur á lífinu og endurkomu í þeirri mynd sem lífið er í dag. Það er ómetanlegt að hafa einhvern á kantinum, þrátt fyrir að mér finnist ég stundum hræðileg með öll mín vandamál og vera baggi á honum sem finnst ég stórkostleg.“

- Auglýsing -

Lestu viðtalið við Rósu Björg í nýjasta tölublaði Vikunnar. Vikan kemur út alla fimmtudaga og fæst á næsta sölustað eða í áskrift.

Egill Friðleifsson tónlistarmaður stóð á krossgötum þegar hann lét af störfum vegna aldurs og ævikvöldið var fram undan. Hann ákvað að láta drauminn rætast um að ganga Jakobsveginn sem hann segir hafa verið miklu meira en göngu. Egill hefur gengið víða um landið og segist eingöngu láta hálku aftra sér.

- Auglýsing -

Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir er mikið náttúrubarn og elskar útveru. Hún segist vera upplifunarfíkill og að hlaupin uppfylli upplifunarþörfina og styrki andlegu hliðina. Hún mælir með að fólk læri að hlaupa, það komi í veg fyrir meiðsli og fólk fari of geyst, segir náttúruhlaup vera að aukast, þau fari bæði betur með líkamann og séu auðveldari en hlaup á malbiki.

Náttúran hefur verið Jónasi Guðmundssyni hugleikin í starfi, sjálfboðavinnu, námi og frítíma eins lengi og hann man eftir sér og hálendi Íslands er það sem hefur heillað hann mest. Það var því ekki spurning hvort heldur hvenær hann gæfi út bók. Gönguleiðir á hálendinu með ferðalýsingum, kortum og myndum Jónasar er kjörin handbók fyrir göngugarpa og áhugamenn um hálendi landsins.

Í Málinu tökum við vinnumarkaðinn fyrir. Á góðum stundum tala stjórnmálamenn og stjórnendur fyrirtækja gjarnan um mannauðinn og að fyrirtæki séu ekkert annað en fólkið sem innan þeirra starfar. Sumum finnst það verðmætamat hins vegar oft fara fyrir lítið þegar eitthvað bjátar á. Undanfarna áratugi hafa viðhorf til stjórnunar og mannauðsmála breyst gríðarlega mikið og enginn veit það betur en Ásdís Eir Símonardóttir formaður Mannauðs.

- Auglýsing -

Hjördís Dögg Grímarsdóttir, eigandi mommur.is, gefur okkur uppskriftir og hugmyndir að fullkominni nestisferð fyrir tvo.

Heiðar Austmann Kristinsson, markaðsfulltrúi, útvarpsmaður á K100 og plötusnúður, og Nanna Rögnvaldardóttir, matargyðja og rithöfundur, sitja fyrir svörum í tveimur ólíkum efnisþáttum.

Í Vikunni má einnig finna umfjöllun um bækur, fræga fólkið og fleira, auk þess sem Deiglan, Lífreynslusaga Vikunnar, kynlífspistil Veru, krossgátan, orðaleit, Sudoku og stjörnuspá Vikunnar eru á sínum stað.

Tryggðu þér eintak í næstu verslun eða í vefverslun okkar.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Sigurjón og skyr slá í gegn í nýrri herferð

Sigurjón Kjartansson framleiðandi með meiru fer með aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu bandaríska skyrframleiðandans Icelandic Provisions. Aug­lýs­ing­in er...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -