• Orðrómur

Sá fram á sársaukalaust líf en …

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sigríður Halla Magnúsdóttir hefur átt við ofurefli að etja en engu að síður barist. Barist fyrir heilsu sinni í 26 ár, barist við dreka hins íslenska heilbrigðiskerfis, læknana, þar sem hún tapaði hverri orrustunni á fætur annarri. Stundum var hún við það að gefast upp og stundum tók hún sér hlé til þess að hafa krafta í næsta slag. Að lokum sá hún ekki fram á að fá úrlausn sinna mála hérlendis og tók þá á það ráð að leita lækna í Evrópu sem gætu kannast við einkenni hennar og hjálpað henni að ná heilsu á ný. Sigríður Halla segir í forsíðuviðtali Vikunnar af veikindum sínum, þrautagöngunni og loks frelsinu sem fylgdi betri heilsu.

Sigríður Halla segir að árin 2015 og 2016 hafi ástandið verið orðið vægast sagt skelfilegt. „Ég var verkjuð og máttlaus í tvær vikur í hverjum mánuði, ég þurfti að vera með aukaföt í vinnunni því blæðingarnar voru svo miklar. Ég leitaði þá til kvensjúkdómalæknis því þetta væri farið að stjórna bæði heimili mínu og vinnu, hann skoðaði mig og sá hnúta og stækkun á leginu. Legið hafði tvöfaldast að stærð frá því ég var hjá honum síðast svo hann sagði að ég þyrfti að fara í legnám. Það sem ég varð glöð, ég sá fram á sársaukalaust líf. Aðgerðin gekk vel að sögn læknisins en hann sagði mér að hann hefði tekið legið, leghálsinn og eggjaleiðarana og að nú ætti ég að geta farið að njóta lífsins betur – sem var alveg rétt – í smátíma. Fljótlega fór aftur að bera á verkjum en í þetta skiptið eiginlega draugatúrverkjum. Ég hafði heyrt af því að fólk sem missir til dæmis útlim getur fundið fyrir slíkum verkjum en ég gat jú ekki verið með verki í leginu lengur því það var búið að taka það,“ segir hún með áhersluauka.

Lestu forsíðuviðtal við Sigríði Höllu í nýjustu Vikunni.

- Auglýsing -

Fjóla Malen Sigurðardóttir segist alltaf hafa verið næm á náttúruna og fannst notalegt að liggja í grasinu sem barn á sumrin og horfa upp í himininn og láta sig dreyma. Þetta voru hennar bestu stundir. Á fullorðinsárum lenti hún í því að búa við hlið farsímamasturs og það gerbreytti heilsu hennar. Fjóla Malen er ekki í vafa um að yfirvöld þurfi að fara varlega í að innleiða 5G-tæknina hér á landi.

Unnur Guðrún Þórarinsdóttir er nítján ára og sendir frá sér sína fyrstu ljóðabók. Allan ágóða af sölu bókarinnar ætlar hún að láta renna til Alnæmissamtakanna og Laufs, samtaka flogaveikra. En þessi ungi höfundur ætlaði sér aldrei að skrifa en erfiðleikatímabil varð til þess að hún tók upp penna.

- Auglýsing -

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir, blaðamaður á DV,  Björgvin Franz Gíslason, leikari og söngvari, og Sigga Lund, útvarpskona, sitja fyrir svörum í þremur ólíkum efnisþáttum.

Í Málinu fjöllum við um sjúkdóminn endómetríósu, sem er sjúkdómur sem veldur mismiklum einkennum og hefur mismikil áhrif á daglegt líf og heilsu þeirra sem eru með hann. Á Íslandi eru þrjú þúsund tilfelli greind, en talið að 12-15 þúsund einstaklingar þjáist af völdum endómetríósu. Dæmi eru um að konur þjáist í áratug áður en þær fái loksins greiningu.

Í Vikunni má einnig finna umfjöllun um bækur, tísku, fræga fólkið og fleira, auk þess sem Deiglan, Lífreynslusaga Vikunnar, krossgátan, orðaleit og stjörnuspá Vikunnar eru á sínum stað.

- Auglýsing -

Tryggðu þér eintak í næstu verslun eða í vefverslun okkar.

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -