Sala á litlum börnum og grimmd gegn ógiftum mæðrum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nýlega baðst forsætisráðherra Írlands, Michael Martin afsökunar fyrir hönd írska ríkisins á glæpaverkum sem framin voru á stofnunum á vegum kaþósku kirkjunnar. Þar var tekið við ógiftum ófrískum konum, oft unglingsstúlkum, þeim þrælað út í vinnu og börn þeirra tekin af þeim. Vitað er að allt að 9000 ungbörn létust á þessum stofnunum en mörg þeirra voru ættleidd úr landi, oft í óþökk mæðranna en ýmislegt bendir til að sum þeirra hafi verið seld. Þessar stofnanir voru meðal annars Magdalenu-hælin.

 Undanfarna áratugi hafa margar konur, sem voru á þessum stofnunum, sagt frá í viðtölum og bókum þeirri kúgun og níðingshætti sem þær sættu innan veggja þeirra. Tilgangurinn var að kenna lauslátum konum lexíu, koma í veg fyrir að þær færu aftur af mjóum vegi dyggðarinnar. Öldum saman hefur það viðhorf ríkt gagnvart kynhvöt og líkama kvenna að hvoru tveggja þurfi að temja og bæla og best til þess fallnir að hafa umsjón með slíku séu karlar eða konur sem þjóna þeim á einhvern hátt. Hér á landi fórum við ekki varhluta af viðleitni af þessu tagi og allt frá Drekkingarhyl til ástandsins og stúlknaheimilisins Bjargs hafa menn leitast við kúga og aga stúlkur sem fóru sínar eigin leiðir.

Kvikmyndin, Philomena var sýnd árið 2013 og Dame Judi Dench sýndi þar stjörnuleik. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum sem sagt er frá í bók breska blaðamannsins, Martin Sixsmiths Hann kynntist Philomenu Lee sem fimmtán ára verður ófrísk eftir stutt kynlífsævintýri í skemmtigarði á Írlandi. Faðir hennar fleygir henni út og hún leitar á náðir klausturs í heimabyggð sinni. Þar fær hún inni gegn því að afsala sér öllum rétti til barnsins síns eftir fæðingu þess og að hún vinni næstu sjö árin fyrir þeim kostnaði sem hlýst af henni og barninu. Philomena skrifar undir, enda fárra kosta völ. Drengurinn hennar er síðar seldur ríkum hjónum í Bandaríkjunum til ættleiðingar og fjallar myndin ekki síst um leit hennar að barninu sem hún missti og hvernig hún finnur hann of seint.

Áttu illt skilið fyrir að láta undan hvötum sínum

Philomena Lee

Eitt áhrifamesta atriði myndarinnar er þegar Philomena horfist í augu við þá nunnu er hvað harðast gekk fram í ofbeldi og níðingsskap gagnvart stúlkunum og sú hvæsir að hún iðrist einskis. Stúlkurnar hafi átt skilið allt það illa er henti þær fyrir að láta undan hvötum sínum og leyfa sér holdsins lystisemd án blessunar kirkjunnar. Philomena reynist mun kristnari en nunna því hún fann í hjarta sínu getu til að fyrirgefa misgjörðir þessa fulltrúa Krists gegn sér.

Magdalenuhælin voru stofnanir sem reknar voru á Englandi, Írlandi, Frakklandi og í Ástralíu og Norður Ameríku. Á Írlandi hófst starfsemi þeirra seint á átjándu öld og stóð fram til ársins 1996 en þá höfðu þau verið aflögð alls staðar annars staðar. Þeim var ætlað að taka við föllnum konum og lauslátum stúlkum að kenna þeim betra siðferði. Hælin voru nefnd etir Maríu Magdalenu en öldum saman tókst mönnum að rugla henni saman við synduga konu sem laugaði fætur Jesú í Bíblíunni. Fræðimenn dagsins í dag eru þó á einu máli um að sú persóna sé alls ekki María Magðalena. Hún var með sanni einn lærisveina Jesú en alls ekki vændiskona eða að því er virðist syndug á annan hátt.

Flest hælin höfðu á sínum snærum einhvers konar atvinnustarfsemi, þvottahús, vefstofur, saumastofur eða annað sem þótti við hæfi að láta konur starfa við. Hugmyndafræðin var sú að með bænagjörð og erfiðri vinnu væri hægt að leiða fallnar konur aftur á rétta braut. Upphaflega snerust hælin um að gefa konum í vændi tækifæri til að hætta. Vænda jókst mjög mikið í Evrópu landbúnaðarbyltingarinnar þegar ýmis ný tæki auðvelduðu sveitastörfin og stórir hópar ungs fólks var tilneytt til að flytja sig úr sveit í borg í leit að atvinnu. Laun fyrir verksmiðjuvinnu á þessum árum voru svo lág að fæstir gátu lifað af þeim og því neyddist fólk til að drýgja tekjurnar á götum borgarinnar á kvöldin.

Þróuðust um allan heim

Fyrsta Magdalenuhæiinu var komið á fót á Englandi árið 1758. Svo vel tókst til þar að ástæða þótti til að flytja hugmyndina út og frá Angiers í Frakklandi barst hugmyndin til  Írlands. Þar var fyrsta Magdalenuþvottahúsið stofnað í Dublin árið 1765 af lafði Arabellu Denny. Þeim fjölgaði hratt og talið er að áður en yfir lauk hafi yfir 30.000 írskar konur dvalið tímabundið á einhverri þeirra mörgu stofnana sem kenndar voru við Magdalenu á Írlandi og þar af um 11.000 á tuttugustu og fyrstu öld. Í Bandaríkjunum voru menn heldur seinni að taka við sér og fyrsta stofnunin þar var The Magdalene Society í Fíladelfíu árið 1800. Fleiri góðgerðarsamtök tóku hugmyndafræðina upp á sína arma og til urðu m.a. the Good Shepard Sisters og Sisters of Charity sem teygðu anga sína stranda á milli Bandaríkjunum. Í Ástralíu hófst starfsemin um svipað leyti en lauk þar mun fyrr.

„Í fyrstu er talið að hælin hafi í raun þjónað þeim tilgangi sem þeim var ætlaður eða hjálpa vændiskonum að komast aftur inn í samfélagið og vinna sér inn laun sem nægðu til að lifa af.“

Írsku hælin eða þvottahúsin eru þó talin hafa nokkra sérstöðu gagnvart systurstofnunum sínum á Englandi og vestan hafs. Í fyrstu er talið að hælin hafi í raun þjónað þeim tilgangi sem þeim var ætlaður eða hjálpa vændiskonum að komast aftur inn í samfélagið og vinna sér inn laun sem nægðu til að lifa af. En ólíkt því sem gerðist í hinum löndunum þar sem eingöngu var um góðgerðastrfsemi að ræða studdi írska ríkið starfsemina en kaþólska kirkjan sá alfarið um reksturinn. Í fyrstu var þeim ætlað að vera skammtímadvalarstaðir þar sem konur gætu komið undir sig fótunum á nýju en útskrifast til sjálfstæðs lífs að þeim tíma loknum.

Þegar líða tók á tuttugustu öldin breyttust hælin smátt og smátt í langtímadvalarheimili þar sem starfsemin einkenndist í sífellt ríkari mæli af ósveigjanleika, refsingum og vinnuhörku. Í stað vændiskvenna tóku Magdalenu-hælin þá nær eingöngu við unglingsstúlkum sem annað hvort var komið þangað af fjölskyldum sínum eða áttu ekki í önnur hús að venda. Sumar voru ófrískar þegar þær komu, aðrar höfðu átt í ástarsamböndum en þónokkuð var um að stúlkur væru sendar á hælin fyrir að hafa daðrað við stráka eða einfaldega að vera of fallegar og því freisting fyrir karlmenn í nágrenni við heimili þeirra. Ótal dæmi eru um að stúlkum sem hafði verið nauðgað væri komið inn á hælin, enda var talið að þær gætu sjálfum sér um kennt.

Máttu ekki eiga vinkonur

Þegar kom fram á tuttugustu og fyrsu öld voru Magdalenu-stofnanirnar líkari fangelsum en dvalarheimilum. Stúlkurnar voru neyddar til að beygja sig undir stranga rútínu frá morgni til kvölds þar sem enginn tími gafst til tómstunda. Þær máttu ekki klæðast eins og þær vildu, ekki rækta vináttu hver við aðra og algengt var að langtíma þagnir væru fyrirskipaðar. Blátt bann var lagt við að sungið væri við vinnuna, dans var synd og allur hégómi er laut að útlitunum. Strangra refsingar lágu við öllum brotum.

„Í stað vændiskvenna tóku Magdalenu-hælin þá nær eingöngu við unglingsstúlkum sem annað hvort var komið þangað af fjölskyldum sínum eða áttu ekki í önnur hús að venda.“

Líkt og sagt er frá í kvikmyndinni um Philomenu fæddu margar stúlknanna börn meðan á dvöl þeirra stóð og ungbarnadauði þar var hærri en á sjúkrahúsum á Írlandi. Þetta bendir til að líkt og gefið er í skyn í myndinni að ekki hafi verið kallaðir til læknar þótt full ástæða væri til og að nunnurnar hafi verið misfærar um að taka á móti börnum. Margar stúlknanna lifðu dvölina heldur ekki af eða veiktust alvarlega á geði. Erfiðisvinna, vosbúð og lélegt fæði braut niður mótstöðuafl þeirra og berklar, lungnabólga og fleiri sjúkdómar drógu þær til dauða. Nunnurnar höfðu ekki fyrir að skrá öll dauðsföllin eða láta opinbera aðila vita. Árið 1993 seldi klaustur sem tilheyrir reglunni Our Lady of Charity hluta af landareign sinni til byggingaverktaka. Við uppgröft á svæðinu fundist leifar 155 kvenna sem grafnar höfðu verið þar í ómerktum gröfum. Þetta hneyksli ásamt nokkrum öðrum tengdum starfsemi Magdalenuhælanna varð til þess að þau voru lögð af þremur árum síðar og opinber rannsókn hafin á starfsemi þeirra.

„Hér á landi endurspeglaðist hugmyndafræði Magdalenuhælanna í stúlknaheimilinu Bjargi. Heimilið var rekið af Hjálpræðishernum og starfaði á árunum 1965-67.“

Opinber skýrsla um ofbeldið, vinnuþrælkunina og önnur mannréttindabrot nunnanna hefur almennt verið talin hið versta yfirklór og margar kvennanna sagt að þarf hafi verið reynt að gera eins lítið úr frásögnum þolendanna og hægt væri. Síðari tíma rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að þvottahúsin voru arðbær fyrirtæki, enda vinnuaflið ódýrt. Opinber rannsókn sem seinna fór fram ledidi hins vegar lítið íjós um það þótt sannað þyki að fleiri klaustur en það í Roscrea sem Philomena dvaldi á hafi selt börn til ættleiðingar.

Hér á landi endurspeglaðist hugmyndafræði Magdalenuhælanna í stúlknaheimilinu Bjargi. Heimilið var rekið af Hjálpræðishernum og starfaði á árunum 1965-67. Líkt og á Írlandi hafa margar kvennanna sem þar dvöldu ungar stigið fram á seinni árum og sagt frá margvislegri misnotkun, einangrun, andlegu ofbeldi og því að þær voru neyddar til að sækja samkomur Hersins.

Grein þessi birtist í Vikunni. Þar er alltaf að finna fjölbreytt efni. Tryggðu þér áskrift.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

­Ísold og Una Lind eiga von á barni

Parið Ísold Ugga­dóttir, kvik­mynda­gerðar­kona, og Una Lind Hauks­dóttir, mannfræðingur, eiga von á barni. Parið tilkynnti gleðitíðingin í...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -