• Orðrómur

„Samfélagsmiðlar segja ekki alla söguna“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Ég held að ég sé mjög misskilin,“ segir tónlistarkonan Gréta Karen Grétarsdóttir. „Kannski vegna þess hvernig ég kýs að tjá mig eða ekki tjá mig. Ókunnugt fólk dæmir mig kannski út frá því hvernig ég birtist á samfélagsmiðlum og ég hef oft fengið að heyra það eftir því sem fólk kynnist mér, að ég sé allt öðruvísi manneskja en sú sem það hélt að ég væri. Ég hef alltaf sagt að maður eigi ekki að dæma bókina eftir kápunni. Maður veit aldrei hvað fólk er búið að ganga í gegnum. Maður er kannski ekki alltaf að opna sig og leyfa öllum að heyra og vita allt um mann. Samfélagsmiðlar segja ekki alla söguna.“

Gréta Karen ólst upp hjá einstæðri móður sem veitti henni ástríki en hafði sinn djöful að draga, alkóhólisma. Barnæskan var ekki alltaf auðveld og Gréta segist að mörgu leyti hafa verið umönnunaraðili móður sinnar, á meðan því hefði auðvitað átt að vera öfugt farið. Óttinn var gríðarlegur og kvíði fylgifiskur hans, hún óttaðist að vera tekin frá móður sinni en samt þráði hún að einhver myndi grípa í taumana og koma henni til bjargar. Það má segja að þetta hafi litað allt líf Grétu sem segist hafa átt erfitt með að finna hver hún nákvæmlega er en kannski hafi hún ekki séð skóginn fyrir trjánum. Það eru spennandi tímar fram undan hjá Grétu sem vinnur nú að plötu og samdi nýverið við umboðsmann sem uppgötvaði Lady Gaga.

Lestu forsíðuviðtal við Grétu Karen í nýjustu Vikunni.

- Auglýsing -

Mynd / Hallur Karlsson

Sigurður Helgi Pálmason, safnari, safnvörður og tónlistarmaður, hefur heillað sjónvarpsáhorfendur upp úr skónum sem annar stjórnenda sjónvarpsþáttanna Fyrir alla muni. Hann segir áhugann á gömlum hlutum ekki neina uppgerð, hann hafi í rauninni haft þráhyggju fyrir gömlum munum frá ellefu ára aldri þegar hann gerðist ástríðufullur myntsafnari. Ástríða sem leiddi til þess að hann er nú safnvörður myntsafns Seðlabanka Íslands og Þjóðminjasafnsins.

Björn Þór Sigurbjörnsson og Rafn Franklín Hrafnsson þjálfarar fjalla um heilsu í víðasta skilningi og af hverju heilsa og hollur lífsstíll skipta okkur miklu máli. „Ég hvet fólk til að byrja að taka ábyrgð á eigin lífi og eigin heilsu, snúa hugarfarinu burt frá því að fara í skammtímaátak og hugsa meira hvernig það getur gert eigið líf betra að einhverju leyti á hverjum degi,“ segir Rafn.

- Auglýsing -

Eva Ruza Miljevic, Gerður Arinbjarnar og Hafdís Björg Kristjánsdóttir rifja upp fermingardagana sína.

Verslunin Kjólar og konfekt á Laugavegi sýnir okkur gullfallega fermingarkjóla í tískuþætti Vikunnar.

Halla Harðardóttir, blaðamaður og dagskrárgerðarkona hjá RÚV, Björn Haraldsson rithöfundur, og Berglind Alda Ástþórsdóttir, tilvonandi leiklistarnemi, sitja fyrir svörum í þremur ólíkum efnisþáttum.

- Auglýsing -

Í Málinu fjöllum við um tómstundaiðju fólks í kórónuveirufaraldri, bæði nýja og eldri, en margir sneru sér aftur að gamalli ástríðu og fundu áhugann aftur. Albert Eiríksson, matarbloggari, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, leikkona, og Ævar Þór Benediktsson, rithöfundur, segja frá sinni tómstundaiðju.

Í Vikunni má einnig finna umfjöllun um bækur, tísku, fræga fólkið og fleira, auk þess sem Deiglan, Lífreynslusaga Vikunnar, krossgátan, orðaleit og stjörnuspá Vikunnar eru á sínum stað.

Tryggðu þér eintak í næstu verslun eða í vefverslun okkar.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Sigurjón og skyr slá í gegn í nýrri herferð

Sigurjón Kjartansson framleiðandi með meiru fer með aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu bandaríska skyrframleiðandans Icelandic Provisions. Aug­lýs­ing­in er...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -