2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Samræður sem leiða til niðurstöðu

  Flestir kannast við fara í hringi í samskiptum sínum við aðra. Innan fjölskyldna verða til mynstur sem erfitt er að rjúfa og þótt málin séu rædd aftur og aftur verður engin niðurstaða og ekkert breytist. Hér má finna nokkur góð ráð til að brjóta upp erfið mynstur og leita leiða til að komast upp úr hjólförunum.

   

  Kallaðu saman fund

  Boðaðu alla aðila til fundar og segðu hinum að koma undirbúin undir umræður um þau málefni sem þú vilt taka á.

  Allir mega tala

  AUGLÝSING


  Gerðu ráð fyrir að hver og einn fái að segja sitt. Byrjaðu á að útskýra af hverju ástandið er orðið óþolandi og það þurfi að breytast. Leyfðu hinum síðan að tjá sína sýn á málið og hvettu þá til að færa rök fyrir máli sínu og útskýra það.

  Leitaðu lausna

  Leggðu fram þínar tillögur að því hvernig má gera hlutina öðruvísi. Fáðu viðbrögð og vertu tilbúin/n til að gera málamiðlanir. Ef mönnum finnst þeir eiga þátt í lausninni er líklegra að þeir fari eftir því sem í henni felst.

  Af því bara er ekki ásættanlegt

  Góð samskipti byggja ævinlega á málamiðlunum. Það er hins vegar ekki hægt að finna leið sem allir eru sáttir við nema að hlusta. Það þýðir að menn verða að vera opnir fyrir gagnrýni og tilbúnir til að viðurkenna að ástandið sé að einhverju leyti þeim að kenna.

  Foreldrar eru gjarnir á að setja börnum sínum reglur og skipa þeim að fara eftir þeim. Og það er ekkert að því að beita aga en þegar spurt er af hverju reglur eru settar er af því bara ekki ásættanlegt svar. Til þess að menn virði og haldi þær reglur sem settar eru verða þeir að skynja að þær sé réttlátar og skiljanlegar. Þess vegna er gott að útskýra hvers vegna þær verða til.

  Virðið mörk

  Þótt fjölskyldur búi í nánu sambýli og þar geti kastast alvarlega í kekki þurfa allir að muna að hver einstaklingur hefur rétt á að setja mörk. Það er ekki hægt að neyða neinn til að taka þátt í athöfnum sem eru honum mjög á móti skapi eða beygja menn undir eigin vilja skilyrðislaust. Virðið þess vegna ákveðin mörk í samskiptum og gerið ekki kröfu um að einhver einn hafi alræðisvald í nokkru máli.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is