„Samskipti kynjanna eru bara algjör steik“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Mig langar að vera fyrirmynd fyrir aðra sem eru í þessum sporum,“ segir Snædís Yrja Kristjánsdóttir sem lauk kynleiðréttingarferli sínu fyrir rúmum tveimur árum síðan. Hún segist alltaf hafa vitað að hún hefði ekki fæðst í réttum líkama og þráði heitast að verða kona, enda alltaf verið kona. Þótt lægðirnar hafi verið margar í lífi Snædísar er hún ótrúlega jákvæð og bjartsýn og þakklát fyrir að vakna á hverjum degi og vera hún sjálf.

 

„Ég er auðvitað ekki sama manneskja og ég var áður en ég byrjaði í kynleiðréttingarferlinu og ég hef þurft að fara í mikla sjálfsskoðun. Maður er ekki endilega með sömu áhugamál og áður og persónuleikinn er kannski ekki alveg sá sami heldur, hormónarnir breyta manni líka. Fyrsti gaurinn sem ég var hrifin af eftir kynleiðréttinguna fór svolítið illa með mig og það tók á; ég á dálítið erfitt með að sleppa takinu þótt ég viti fullkomlega að hann er ekki rétti maðurinn fyrir mig. Annars eru karlar furðulegasta fyrirbæri sem ég veit um. Eins einfaldir og þeir eru, þá eru þeir stórfurðulegir og samskipti kynjanna eru bara algjör steik. Maður veit aldrei hvað þeir eru að hugsa og les alls konar í skilaboðin frá þeim, heldur að þau þýði eitt en svo þýða þau eitthvað allt annað. En það hjálpar að ég er hrein og bein og hringi bara í þá ef mér finnst eitthvað skrýtið vera í gangi,“ segir Snædís og hlær.

Mynd / Unnur Magna

„Ég er samt ógeðslega hrædd við höfnun, það er minn stærsti ótti að fá höfnun, sérstaklega eftir að hafa upplifað höfnun frá pabba mínum þegar ég var yngri en svo líka af því að ég hef verið svo mikið leyndarmál hjá körlunum sem ég hef hitt.“

„Annars eru karlar furðulegasta fyrirbæri sem ég veit um.“

Snædís segir að strákar hafi undantekningarlaust viljað hafa hana sem leyndarmál og það hafi bæði vakið hjá henni mikla höfnunartilfinningu og einnig valdið henni hjartasári.

„Ég hef allt of oft leyft þeim að traðka á hjarta mínu og sjálfsvirðingu minni. Einu sinni hafði ég farið heim með manni sem var dálítið eldri en ég og hann ætlaði að skutla mér heim næsta dag en vildi að ég færi út úr íbúðinni á undan honum og biði eftir sér úti á götuhorni svo ekki sæist til hans með mér. Ég strunsaði út með látum, sló töskunni minni utan í allt og beið svo bara fyrir framan húsið, ég læt ekki koma svona fram við mig,“ segir hún ákveðin.

Finnst þér þú hafa fundið fyrir fordómum af því að þú fórst í kynleiðréttingu?
„Nei, og ef einhverjir fordómar eru þá bara spái ég ekki í þá. Kannski er það sjálfstraustið mitt sem spilar þar inn í en ég hugsa alltaf ef manneskjan fílar mig ekki eins og ég er, þá eru dyrnar á nákvæmlega sama stað og þar sem viðkomandi kom inn. Það er mitt viðhorf.“

Viðtalið við Snædísi Yrju má lesa í heild í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

Mynd / Unnur Magna
Förðun / Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur YSL á Íslandi
Hár / Sigrún Pálsdóttir
Föt / Júník

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Sex sekúndur sem geta breytt sambandinu

Höfundur / Sara Dögg Eiríksdóttir, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur hjá Samskiptastöðinni.Gefðu ást og umhyggju á aðventu.Við könnumst...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -