Segir kynlíf vera galdurinn

Fyrirsætan Lauren Hutton var nýverið spurð út í fegrunarleyndarmál sín. Hún nefndi nokkur atriði, þar á meðal kynlíf.

 

Lauren Hutton er 75 ára og á langan fyrirsætuferil að baki. Þegar blaðamaður People spurði hana hvort hún lumaði á einhverjum skotheldum fegrunarráðum sagði hún kynlíf vera ómissandi. „Góður maður. Og klárlega ekki gefa kynlíf upp á bátinn, það er bara kjánalegt,“ sagði Hutton.

Til viðbótar nefndi hún einnig hlátur, lestur og útiveru í náttúrunni. Hvað snyrtivörur varðar þá er einfaldleikinn lykillinn að mati Hutton. „Ég notaði mikið af kókosolíu. Ég bar hana í hárið og á líkamann,“ sagði hún. Svo mælti hún gegn því að fólk máli sig almennt mikið og einbeiti sér frekar að húðumhirðunni.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is