Föstudagur 19. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Ræningjar æstir í köku Siggu Eyrúnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söng- og leikkonan Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, eða Sigga Eyrún eins og hún er kölluð, nýtur þess að eiga góðar stundir með fjölskyldunni á aðventunni og um jólin og ef tími gefst veit hún fátt skemmtilegra en að baka.

„Mér þykir mjög gaman að baka og hef tekið mig til og gert jóla-biscotti, piparkökur, jólakonfekt og séð um eftirréttina á jólunum á meðan maðurinn minn eldar, hins vegar hef ég oft ekki tíma til að baka fyrir jólin. Tónleikahald kemur svona yfirleitt í staðinn fyrir bakstur og maður rétt nær að hafa næga orku til að þrífa og skreyta tréð,“ játar Sigga Eyrún, spurð hvort mikið sé bakað á heimilinu í aðdraganda jóla.

Og það er ekki ofsögum sagt að undanfarnar vikur hafi Sigga Eyrún haft í nægu að snúast því hún tekur þátt í uppsetningu Þjóðleikhússins á Kardemommubænum og það vill svo skemmtilega til að þar fer hún með hlutverk bakarans – fyrst kvenna Íslandi. „Það er svolítið gaman að vera brautryðjandi,“ segir hún. „Ég mætti líka vel undirbúin fyrir hlutverkið. Ég vann nefnilega hjá Sveini bakara þegar ég var 14-18 ára, bæði í afgreiðslu og í framleiðslu þannig að ég veit hvernig er að vakna snemma og baka brauð, þótt ég muni reyndar ekki til þess að hafa þurft að kljást við ræningja, sem betur fer,“ segir hún og skellir upp úr.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Þú tókst forskot á sæluna og bakaðir möndluköku með appelsínusósu fyrir Vikuna. „Já, hún er alveg geggjuð á bragðið,“ segir Sigga Eyrún spennt, „og svo hefur hún tilfinningalegt gildi fyrir mig því Lilja vinkona mín bakar hana oft og ég elska Lilju mikið og hef mikla matarást á henni. Þessi kaka er það góð að ég efast ekki um að Kasper, Jesper og Jónatan myndu brjótast inn til að gæða sér á henni,“ segir hún og hlær.

Sigga Eyrún er í lengra viðtali í kökublaði Vikunnar, sem fæst á næsta sölustað eða í áskrift. Auk þess gefur hún okkur uppskrift að ljúffengu möndlukökunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -