Sigga Guðna hefur oft tekið áhættu í lífinu

Deila

- Auglýsing -

Sigríður Guðnadóttir, eða Sigga Guðna, sló í gegn með laginu Freedom sem hún söng með hljómsveitinni Jet Black Joe þegar sveitin var upp á sitt besta. Sigga segir sönginn alltaf vera stóran hluta af lífi sínu en hún hafi í seinni tíð meira verið í að selja fasteignir ásamt því að sjá um heimilið og fjölskylduna og njóta lífsins almennt. Hún er undir smásjánni að þessu sinni.

 

Fullt nafn: Sigríður Guðnadóttir.
Aldur: Á besta aldri.
Starfsheiti: Löggiltur fasteignasali hjá RE/MAX Senter.
Áhugamál: Tónlist, söngur, samvera með vinum og fjölskyldu, hjólhýsalíf og að rækta anda, sál og líkama.
Hvað óttastu mest? Ég hræðist ekkert þannig að það hamli mér (ekki lengur alla vega, nema kannski lofthræðslan).
Býrðu yfir leyndum hæfileika? Hmmm, góð spurning … Já! Ég get hermt eftir Andrési Önd, en það er auðvitað ótrúlega nytsamur hæfileiki.
Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Ég hef tekið áhættu svo oft að ég yrði lengi að telja það upp hér. En ein sú stærsta áhætta sem ég hef tekið var að standa með sjálfri mér; ég missti vini og fjölskyldu af því ég gerði það. Í dag er ég sterkari fyrir vikið og sé ekki eftir ákvörðuninni.
Hver væri titillinn á ævisögunni þinni? „LET‘S KILL THEM ALL“.
Hver myndi leika þig í bíómyndinni? Auðvitað Goldie Hawn, enda langflottust, eða Kate Hudson, dóttir hennar.
Hvaða þættir eru í uppáhaldi hjá þér þessa stundina? Queen of the South.
Hvað geturðu sjaldnast staðist? Coke Zero og Siríus súkkulaði, helst með lakkrís. Nammi namm.
Hvaða smáforrit er ómissandi? Facebook.
Instagram eða Snapchat? Bæði.
Hvaða tjámerki (emoji) notarðu oftast? Broskallinn líklega. En hjarta og blikkandi karlinn koma líka sterkt inn.

- Advertisement -

Athugasemdir