• Orðrómur

„Skiptir líka miklu máli að hafa húmor fyrir hvort öðru“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Vilborg Halldórsdóttir leikkona vakti athygli í sjónvarpsþáttum sem skemmtu landsmönnum í heimsfaraldri og var stjórnað af eiginmanni hennar Helga Björnssyni söngvara. Þar fór Vilborg með ljóðalestur með sínum hætti. Eins og fram kemur í forsíðuviðtali við Vilborgu er hún ekki bara „Vilborg hans Helga.“

Skiptir máli að hafa húmor fyrir hvort öðru

Vilborg og Helgi eru búin að ganga lífsins veg saman í rúm fjörutíu ár. Þau hljóta að vera samheldin hjón? „Já, við erum það. En í sambandi þurfa báðir aðilar líka að vera vinir. Ég veit að það er búið að segja þetta hundrað sinnum. En vináttan skiptir miklu máli. Við erum miklir vinir, svo erum við að feta saman lífsins veg og erum líka samstarfsfélagar. Síðan byggist þetta líka á trausti og að mætast á miðri leið. Ég er til dæmis A-manneskja á meðan Helgi er meiri B-manneskja en maður reynir ekkert að breyta hinum aðilanum heldur sýnir virðingu. Svo skiptir líka miklu máli að hafa húmor fyrir hvort öðru,“ segir Vilborg og hlær. „Ég held að hann fleyti því nú ansi langt. En svo held ég líka að ef maður er sáttur í eigin skinni þá þurfi maður ekki alltaf að vera að sanna sjálfan sig alls staðar. Maður bara er.“ Hún segir að vissulega hafi umræðan alltaf verið svolítið á þann veg að hún sé „Vilborg hans Helga“ og það sé áskorun þegar báðir aðilar eru skapandi.

- Auglýsing -

Lestu viðtalið við Vilborgu í nýjasta tölublaði Vikunnar. Vikan kemur út alla fimmtudaga og fæst á næsta sölustað eða í áskrift.

Breytingaskeiðið er sumum konum erfiður tími meðan aðrar finna vart fyrir því. En sama hvaða augum konur líta breytingaskeiðið þá kemur það. Margrét Jónsdóttir Njarðvík hefur trú á að með því að tala um það og skilja margbreytileika þess verði það einfaldlega bæði yfirstíganlegt og skemmtilegt.

- Auglýsing -

Gísli Gunnar Didriksen er einn þeirra sem heillaðist af heimi spunaspila sem stór hópur fólks um allan heim leikur. Nú er hann farinn að skapa leikfléttur fyrir aðra og stýra þeirra upplifun.

Prjónavélarnar hjá VARMA prjóna og prjóna allskyns ullarvoðir, eins og þær eigi lífið að leysa. Voðirnar sem vélarnar framleiða eru afar fallegar og vinsælar í alls kyns nytjahluti; húfur, hárbönd, trefla, sjöl, peysur og fleira. Vikan kíkti í heimsókn í verksmiðjuna og tók hönnuði tali.

Vikan kíkti á matseðla veitingastaða í Hveragerði og fékk sér smakk á nokkrum stöðum. Í Hveragerði búa aðeins um 2.700 manns en þar eru a.m.k. tíu veitingastaðir sem bjóða upp á fjölbreytt úrval góðra rétta.

- Auglýsing -

Ívar Daníelsson, söngvari og tónlistarmaður, Helga Kristjáns, ritstjóri HÉRER.is,  og Vera Sófusdóttir, kynlífspistlahöfundur Vikunnar, sitja fyrir svörum í þremur ólíkum efnisþáttum.

Í Málinu tökum við fyrir skjáfíkn. Síminn er líkt og gróinn við hönd sumra manna og kvenna og að týna símanum sínum er alvarlegt áfall fyrir marga. Hið sama gildir um tölvur, iPad-a og önnur slík tæki. En erum við háð skjánum, svo háð að flokka megi undir fíkn?

Í Vikunni má einnig finna umfjöllun um bækur, fræga fólkið og fleira, auk þess sem Deiglan, Lífreynslusaga Vikunnar, kynlífspistil Veru, krossgátan, orðaleit, Sudoku og stjörnuspá Vikunnar eru á sínum stað.

Tryggðu þér eintak í næstu verslun eða í vefverslun okkar.

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Spánverjar kunna að njóta lífsins

Snæfríður Ingadóttir, blaðamaður og ferðabókahöfundur, hefur iðulega leyft ævintýraþránni að ráða þegar kemur að ferðalögum og búsetuskiptum....

Gríma og Skúli eiga von á öðru barni

Gríma Björg Thor­ar­en­sen, inn­an­húss­hönnuður, og Skúli Mo­gensen, fyrr­ver­andi for­stjóri WOW Air, eiga von á barni í september.„Litli...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -