Skrifar um ráðvillt fólk

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nick Hornby er athyglisverður og bráðskemmtilegur rithöfundur.

Hann skrifar um ofurlítið ráðvillt fólk sem á erfitt með að taka ábyrgð en er þó bestu skinn inn við beinið. Í flestum tilfellum átta söguhetjur hans sig á því að lífið er betra ef menn gefa af sér og taka þá áhættu að tengjast öðrum. Hann er höfundur handrits að þáttunum Love, Nina sem sýndir hafa verið á RÚV á laugardagskvöldum.

Í A Long Way Down er tekist á við kvíða, þunglyndi og sjálfsvíg.

Nicolas Peter John Hornby fæddist 17. apríl 1957 í Redhill í Surrey. Hann er sonur Sir Derek Hornby, stjórnarformanns Continental járnbrautanna, og Margaret Audrey Hornby, fæddri Withers. Foreldrar hans skildu þegar Nick var ellefu ára en hann ólst upp í Maidenhead og gekk þar í skóla. Hann lauk síðan gráðu í ensku frá Cambridge-háskóla. Nick er ákaflega fjölhæfur því auk skáldsagna skrifar hann handrit, ritgerðir, blaðagreinar og dægurlagatexta. Flestar ritgerða hans fjalla um popp- og rokktónlist en hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á dægurmenningu.

- Auglýsing -

Sagt er að sumar bækur hans séu að hluta til sjálfsævisögulegar en hann hefur ávallt neitað því nema að í Fever Pitch sé aðalsöguhetjan að einhverju leyti byggð á honum sjálfum, enda er þar á ferð fótboltafrík sem setur liðið sitt ofar nánast öllu í lífi sínu en þessi bók hlaut William Hill Sports Book of the Year-verðlaunin árið 1992. Nick er mikill áhugamaður um fótbolta og heldur með Arsenal. Tónlist er annað áhugamál og sjálfur safnar hann vínylplötum eins og Rob Gordon í High Fidelity.

„A Long Way Down kom út þremur árum seinna en þar er tekist á við kvíða, þunglyndi og sjálfsvíg. Þótt þemað hljómi ekki beint glaðlega er bókin engu að síður mannleg, falleg og þar er nóg af þeirri skemmtilegu kímni sem Nick hefur til að bera í ríkum mæli.“

About a Boy er þekktasta bók hans til þessa og myndin sem gerð var eftir henni, með Hugh Grant í aðalhlutverki, fór sigurför um heiminn. Að segja að bókin sé betri er kannski erfitt en það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir að lesa næmar og einstaklega fallegar lýsingar Nicks á sálarlífi tólf ára drengs.

Bókin er í léttum dúr en sum atriðin eru svo falleg og skrifuð af svo mikilli snilld að það getur komið út tárunum á flestum konum og margir karlmenn þurfa áreiðanlega að ræskja sig. Kannski ekkert undarlegt að bókin hafi hlotið E.M. Forster-verðlaunin og verðlaun Amerísku akdemíunnar.

- Auglýsing -

Bækur hans kvikmyndast vel

Reyndar hafa verið gerðar kvikmyndir eftir flestum bókum hans, tvær eftir Fever Pitch, ensk útgáfa þar sem Colin Firth var í aðalhlutverki og svo amerísk þar sem Jim Fallon lék forfallinn Red Socks Fan en ekki þótti líklegt að amerískir áhorfendur gætu skilið ástríðufullan áhuga karlmanns á breska fótboltaliðinu Arsenal.

Juliet Naked en þar fjallar hann um gleymdan popptónlistarmann sem neyðist til að stíga fram í sviðljósið aftur þegar tónlist hans er endurútgefin.

- Auglýsing -

Árið 2002 kom út smásagnasafnið Speaking With Angels en Nick ritstýrði því. Þar er að finna tólf aðrar smásögur eftir hann og vini hans og hluti ágóðans rann til TreeHouse-samtakanna, góðgerðafélags er vinnur að hagsmunum barna með einhverfu en Nick á einhverfan son.

A Long Way Down kom út þremur árum seinna en þar er tekist á við kvíða, þunglyndi og sjálfsvíg. Þótt þemað hljómi ekki beint glaðlega er bókin engu að síður mannleg, falleg og þar er nóg af þeirri skemmtilegu kímni sem Nick hefur til að bera í ríkum mæli.

Sjálfur hefur Nick talað hreinskilnislega um glímu sína við þunglyndi en hann hefur af og til verið bitinn illa af svarta hundinum.

Sjálfur hefur Nick talað hreinskilnislega um glímu sína við þunglyndi en hann hefur af og til verið bitinn illa af svarta hundinum. Kvikmynd eftir sögunni var frumsýnd 2014 og léku Pierce Brosnan, Toni Collette Imogen Potts og Aaron Paul aðalhlutverkin.

Unglingasagan Slam og kom næst og síðan Juliet Naked en þar fjallar hann um gleymdan popptónlistarmann sem neyðist til að stíga fram í sviðljósið aftur þegar tónlist hans er endurútgefin. Í flestum bókum Nick eru aðalpersónurnar hlédrægar manneskjur sem kunna best við einveruna.

Nýjasta bókin er svo Funny Girl en hún fjallar um fegurðardís frá sjöunda áratugnum sem ætlar sér stóra hluti í gamanþáttum í sjónvarpi.

Höfundur / Steingerður Steinarsdóttir

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -