2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Smáatriðin skipta mestu

  Þegar fataskápurinn er opnaður er gaman að velja fatnað og velta fyrir sér hvað fari vel saman.

  Líflegar handtöskur geta sett skemmtilegan svip á annars frekar dauflegan fatnað.

  Vissulega hættir flestum konum til að grípa það sem er þægilegast eða það sem þær klæðast oftast. Það er hið besta mál því lífga má upp á gömlu notalegu fötin með djörfu vali á fylgihlutum. Það eru smáatriðin sem skipta mestu máli.

  Litríkar töskur
  Handtöskur eru bæði nauðsyn og lúxus. Flestar þurfum við að bera með okkur margvíslega smáhluti eins og lykla, varalitinn, ilmvatnið, peningaveski og pappírsþurrkur.

  Það er gaman að velja fallega umgjörð um þessa hluti og litríkar, líflegar handtöskur geta sett skemmtilegan svip á annars frekar dauflegan fatnað.

  Ef áberandi gripir hafa ekki átt pláss í skartgripaskríninu er kominn tími til að breyta því og velja eitthvað sem virkilega poppar upp hversdagslegasta klæðnað.

  AUGLÝSING


  Glitrandi skart
  Flestar konur bera einhvers konar skart og eiga sína uppáhaldsgripi. Ef áberandi gripir hafa ekki átt pláss í skartgripaskríninu er kominn tími til að breyta því og velja eitthvað sem virkilega poppar upp hversdagslegasta klæðnað. Það þurfa ekki að vera stórir, þungir eða óþjálir gripir.

  Fallegt skart virkilega poppar upp hversdagslegasta klæðnað.

  Klútar og slæður
  Dökkir litir draga oft fram þreytumerki í andliti og hrukkur. Þess vegna fer eldri konum ákaflega vel að klæðast skærari litum.

  Hins vegar ber að líta á það að ekki öllum konum líður vel í ljósum eða litskrúðugum fatnaði. Þær geta valið sér klúta eða slæður og bundið um hálsinn á margvíslegan hátt.

  Með gullband um sig miðja
  Belti eru smátt og smátt að smeygja sér aftur inn í tískuna. Nú eru raunar margvafin belti aðalmálið og þau hafa þann kost að hægt er að vefja þeim um sig bæði þétt og lauslegar svo þau draga ekki eingöngu fram mittið heldur breyta útliti fatnaðarins gersamlega.

  Fallegir hálsklútar, slæður og trefflar geta gert kraftaverk.

  Höfundur / Steingerður Steinarsdóttir
  Myndir / www.pixabay.com

  Lestu meira

  Engar færslur fundust.

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is