• Orðrómur

Sneri sorginni upp í sigur og berst fyrir bættum hag heimilislausra

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Vendipunktur varð í lífi Gurru Hauksdóttur Schmidt þegar sonur hennar, Þorbjörn Haukur, lést. Þá ákvað hún að leggja lóð sitt á vogarskálarnar og berjast fyrir bættum hag heimilislausra. Síðan þá hefur hún séð til þess að félagar Þorbjörns af götunni finni að einhver ber umhyggju fyrir þeim.

„Þorbjörn lenti í mótorhjólaslysi árið 1992, hlaut fjórtán opin beinbrot vinstra megin og var ekki hugað líf fyrstu þrjá sólarhringana,“ segir Gurra. „Svo var honum haldið sofandi í langan tíma eftir það. Hann skaddaðist á vinstra framheila, en þar er samskiptastöðin staðsett og það breytti honum algjörlega sem manneskju. Í tólf til fjórtán mánuði samfleytt var hann á sterkum verkjalyfjum, líka eftir að hann kom út af spítalanum og fór í endurhæfingu. Svo var köttað á þetta og hann kom heim til okkar þá orðinn háður þessu. Hann átti aldrei í neinum vandræðum með að redda sér þeim. Upp frá þessu byrjaði hann í alvarlegum eiturlyfjum.“

Þorbjörn náði ótrúlegum bata sem móðir hans þakkar það hversu sterkur persónuleiki hann var og líkamlega hraustur. Annar fótur hans var mjög illa farinn og hann var oft kvalinn. Einnig fann hann sjálfur og vissi að heilaskaðinn hafði valdið miklum breytingum á honum. Oft var hann því að deyfa sársaukann með neyslunni. Hann átti inn á milli góða tíma en fíknin sigraði að lokum. Fjölskyldunni leið ofboðslega illa að vita af honum á götunni og andvökunæturnar voru margar.

Sannkölluð páskagleði

- Auglýsing -

Gurra stofnaði minningarsjóð Þorbjörns, Öruggt skjól, og mikla athygli vakti þegar hún bauð heimilislausum í páskamáltíð. „Hún var svakalega vel heppnuð og ég hef aldrei séð jafnglaðan hóp,“ segir hún.

„Þeir voru syngjandi glaðir og sögðu mér að ekki væri einu sinni sjónvarp í gistiskýlinu og þeir hefðu því ekkert fyrir stafni. Svo kom þarna heill dagur þar sem þeir voru sóttir í rútu og keyrðir út að borða. Þeir gátu talað saman og notið hátíðarinnar eins og aðrir. Þeir voru svo þakklátir og ánægðir.“

„Þeir gátu talað saman og notið hátíðarinnar eins og aðrir. Þeir voru svo þakklátir og ánægðir.“

Hana dreymir um að koma á fót athvarfi fyrir fólk á leið út í lífið aftur eftir fangelsisvist í Víðinesi og er tilbúin að leggja alla sína krafta í það en hún hefur reynslu af svipuðu starfi í Danmörku. „Ég er með fullkomið plan um hvernig ég get hugsað mér að reka þetta hús. Ég er einnig með fólk sem getur hugsað sér að koma með mér í þetta og hef boðið að minningarsjóðurinn, Öruggt skjól, leggi fé til starfseminnar. Nú eru liðnir margir mánuðir og enn er allt í vinnslu. Ég á erfitt með að skilja þetta. Ég vinn fyrir kommúnuna í Danmörku og er alltaf með einn eða tvo menn heima hjá mér í aðlögun. Í tvö ár hefur búið í litlu sumarhúsi í garðinum fyrrverandi hermaður sem var í Afganistan. Hann átti konu og börn, hús og bíl en missti allt. Hann þjáist af áfallastreituröskun og ég hef séð um hann.

- Auglýsing -

Sonur Gurru lést heimilislaus. Hún sneri sorginni upp í sigur í hjálparstarfi við utangarðsfólk.

Það eru ófáar stundirnar sem ég hef notað til að keyra hann á sjúkrahús þegar hann fær óttaköst eða farið með hann á bráðamóttöku. Annar fyrrverandi fangi er einnig hjá mér meðan hann finnur sér farveg. Hann var hjá mér fyrir nokkrum árum og kom aftur núna því hann féll og lenti aftur inni. Það gengur mjög vel með þá báða. Maður frá kommúnunni kemur daglega og sækir hann, þeir fara í ræktina og milli fyrirtækja sem ég er búin að finna til að athuga með vinnu. Fyrir skömmu fékk ég þær fréttir að hann væri búinn að ráða sig sem gröfumann og fyrirtækið ætli að þjálfa hann. Allt þetta hef ég að bjóða, þekkingu mína og reynslu þessi ár úti og tengslanet mitt hér á Íslandi.“

Gurra kaus að snúa sorginni upp í sigur með því að berjast fyrir að bæta tilveru heimilislausra bítur söknuðurinn stundum. Þorbjörn var einstakur maður og það er von móður hans að líf hans og dauði verði öðrum til góðs. Þeirra samvera einn haustdag rétt áður en hann dó varð henni vendipunktur og innblástur, eitt þessara mögnuðu augnablika í lífinu sem móta framtíðina. Stundum þarf ekki meira til að hreyfa við heiminum og hafa áhrif á ótalmarga.

- Auglýsing -

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

Myndir / Aldís Pálsdóttir
Förðun og stílísering / Guðrún Birna Guðlaugsdóttir
Fatnaður / Hjá Hrafnhildi

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -