Fimmtudagur 8. desember, 2022
-6.2 C
Reykjavik

Sögð kjörkuð að mála nakta kvenlíkama

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Níu ára lenti hún í slysi og missti sjón á vinstra auganu. Hún lá á sjúkrahúsi í þrjá mánuði og varð að liggja sem mest á bakinu til að bjarga auganu. Þá kviknaði áhugi hennar á myndlistinni því ekki hafði hún mikið annað fyrir stafni en teikna og mála. Ólöf Jóna Guðmundsdóttir er nú komin á fullorðinsár og er útsprunginn myndlistarmaður. 

Ólöf segir að árið 2007 hafi verið komið að því að skipta um starfsvettvang því málverkið kallaði svo sterkt á hana. „Þá var ég  búin að vera í Myndlistarskóla Kópavogs í málun í tíu ár og varð einfaldlega að fara í myndlistina. Ég fékk mér vinnustofu á Korpúlfsstöðum á vegum Sambands íslenskra myndlistarmanna og byrjaði bara að mála. Tekjurnar hrundu en mikið var ég hamingjusöm! Ég hef síðan þá málað og málað og stundum eins og enginn væri morgundagurinn en myndirnar hafa hlotið góðar viðtökur. Ég hef selt þær í Gallerí Thors í Hafnarfirði, sem við rákum nokkrar konur, Gallerí List og síðustu fimm árin hef ég rekið Artgallery101 ásamt 15 öðrum listakonum við Laugaveg 44. Það var mikill uppgangur hjá okkur þegar landið var opið ferðamönnum en þá var 70% af sölunni til þeirra. Við erum einnig með netsíðuna www.artgallery101.is þar sem við seljum líka.“

Hver eru þín helstu mótív í listinni og hvað ertu að reyna að fanga?

„Ég er að reyna að fanga augnblikið,“ segir Ólöf brosandi og heldur áfram: „Einu sinni sagði karlmaður við mig að ég hlyti að vera mjög kjörkuð að mála bera konulíkama. Ég veit ekki hvað var í hans huga en fyrir mér er konulíkaminn fallegasta formið í myndlistinni og slagurinn við það gefur mér mesta kikkið. Oft eru bölvaðar vitleysur í myndunum mínum og það verður bara að hafa það, enda er ég enginn snillingur í konulíkamanum.“

Aðspurð segist Ólöf ekki vita hvers vegna konulíkaminn sé svona sterkur í hennar huga. „Ef til vill er það vegna þess að ég vann svo lengi við að setja upp síður með fallegum konum á Nýju Lífi eða þá að móðurmissirinn hafi haft þessi áhrif á mig, nú eða vegna þess að ég er kona! Ætli það sé ekki bara sambland af öllu þessu,“ segir hún meðal annars í áhugaverðu viðtali í nýjustu Vikunni, tryggðu þér eintak eða áskrift.

Myndir: Hákon Davíð Björnsson og úr einkasafni

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -