• Orðrómur

Sorgir og sigrar, ástir og dauði hafa litað líf Guðrúnar miðils

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Guðrún Kristín Ívarsdóttir hefur nokkrum sinnum staðið andspænis dauðanum, glímt við sjúkdóma sem barn og fullorðin kona, skilið við eiginmann sinn til 27 ára og fundið stóru ástina en svo misst í erfiðu og sorglegum veikindum. Allt segir hún þetta vera dýrmæta reynslu sem hjálpi henni í starf sínu sem miðill og heilari, hún skilji fólk betur, þökk sé henni. Sorgir og sigrar, ástir og dauði hafa litað líf Guðrúnar.

Guðrún hefur þrisvar orðið ástfangin og ástin hefur verið með sínu móti í hvert sinn. Stóra ástin í lífi Guðrúnar er unnustinn eins og hún kallar hann en vill ekki nafngreina hann. „Ég og unnusti minn höfðum verið að hittast á unglingsárunum en svo slitnaði upp úr því en örlögin leiddu okkur saman aftur og við urðum ástfangin. Ég var þá enn í hjónabandi en rauf ekki hjúskaparheit mín. Ég fann það svo sterkt í hjarta mínu að þetta var maðurinn sem ég elskaði og vildi vera með. Unnusti minn var rómantískasti maður sem ég hef kynnst, mjög heiðarlegur og hjálpsamur, stundum kannski um of. Hjarta hans og sál var svo falleg og ég elska minninguna um það. Hann kenndi mér svo margt. Það líður ekki sá dagur og ég hugsi ekki til hans eða tali við hann.“

Lestu viðtalið við Guðrúnu í nýjasta tölublaði Vikunnar. Vikan kemur út alla fimmtudaga og fæst á næsta sölustað eða í áskrift.

- Auglýsing -

Helga Guðrún Jónsdóttir bauð sig fram til formennsku í stéttarfélaginu VR og þótti mörgum hún sýna talsverða djörfung. Helga Guðrún taldi þörf á að vekja athygli á ýmsu er hún taldi ábótavant og eins að fjölga konum í forystu blandaðra verkalýðsfélaga.

Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé er framkvæmdastjóri Keðjunnar, nýs úrræðis á velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem snýst um að styðja betur við börn og fjölskyldur. Sumir segja að besti mælikvarði á gæði samfélags sé hversu vel það heldur utan um sína viðkvæmustu þegna og það eru án efa börn.

- Auglýsing -

Sóley Dröfn Davíðsdóttir, forstöðusálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðunni gaf út bókina Náðu tökum á þyngdinni og segir okkur frá hvernig hugræn atferlismeðferð getur hjálpað fólki sem glímir við ofþyngd.

Bjarki Ómarsson, tónlistarmaður og einn eigenda tónlistarskólans Púlz, Hallveig Eiríksdóttir, sviðslistamaður, og Edda Falak, CrossFit-íþróttakona, sitja fyrir svörum í þremur ólíkum efnisþáttum.

Í Málinu tökum við fyrir framleiðslu á hágæða lífrænum vörum úr úrgangi, en vörur Primex líftæknifyrirtækisins þykja einstakar fyrir lífvirka eiginleika sína.

- Auglýsing -

Í Vikunni má einnig finna umfjöllun um bækur, fræga fólkið og fleira, auk þess sem Deiglan, Lífreynslusaga Vikunnar, kynlífspistil Veru, krossgátan, orðaleit, Sudoku og stjörnuspá Vikunnar eru á sínum stað.

Tryggðu þér eintak í næstu verslun eða í vefverslun okkar.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Vopnaður unglingur handtekinn

Handtaka þurfti unglingspilt síðastliðna nótt í Breiðholti. Pilturinn er grunaður um ógnandi tilburði með eggvopni og hótanir.Foreldrar...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -