• Orðrómur

Spánverjar kunna að njóta lífsins

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Snæfríður Ingadóttir, blaðamaður og ferðabókahöfundur, hefur iðulega leyft ævintýraþránni að ráða þegar kemur að ferðalögum og búsetuskiptum. Hún flutti til að mynda til Kanaríeyja til að kynnast hversdagslífinu þar fremur en tilverunni frá sjónarhóli túrista. Margir Íslendingar hafa á undanförnum árum fetað í fótspor hennar og fjölskyldunnar og kosið að setjast að við sólríka strönd. Snæfríður gaf út bók með góðum ráðum til þeirra.

Áhugi Íslendinga á að setjast að á Spáni hefur aukist mjög að undanförnu. Hverjir eru að þínu mati kostirnir við að flytja þangað?

„Flestir eru að sækja í veðurfarið og verðlagið. Það er margsannað að það hefur jákvæð áhrif á heilsu margra, bæði andlega og líkamlega að búa í hlýrra loftslagi,“ segir Snæfríður. „Svo er hagstætt að lifa á íslenskum launum á Spáni, þú færð miklu meira fyrir peningana þar en á Íslandi og getur leyft þér meira. Við fjölskyldan finnum vel fyrir hvoru tveggja en ég myndi þó segja að við séum aðallega að sækja í spænska lífsstílinn. Spánverjar eru upp til hópa mjög afslappað og lífsglatt fólk. Lífsgæðakapphlaupið er mun minna þar en hér á klakanum. Þar virðist flestum vera sama um hvers konar bíl þú ekur eða hvaða húsgögn þú ert með heima hjá þér. Heimamenn kunna einfaldlega þá list að njóta lífsins án þess að vinnutengdur frami skipti aðalmáli. Mér finnst þetta einfaldlega mjög aðlaðandi lífsstíll. Þá er fjölbreytileiki mannlífsins mikill á Spáni og það er þægilegt að vera hluti af samfélagi þar sem markmiðið virðist ekki vera að steypa alla í sama mót.“

- Auglýsing -

Eru margir sem stunda vinnu á Íslandi en búa á Spáni og hvernig gengur það?

„Þeim fer alltaf fjölgandi og það jákvæða við heimsfaraldurinn er klárlega það að fjölmargir vinnuveitendur áttuðu sig á því að starfsmenn þeirra geta sinnt starfi sínu án þess að mæta á skrifstofuna. Þetta skapar fjölmörg tækifæri og ég held að Íslendingar muni sækja meira í það að dvelja erlendis hvort sem er á Spáni eða annars staðar og stunda sína vinnu þaðan. Íslendingur á Spáni með íslenskar tekjur fær mikið fyrir peningana og getur því leyft sér meira en á Íslandi, svo vissulega er slík fjarvinna spennandi kostur. Í bókinni fjalla ég einmitt um þennan möguleika og hvað þarf að hafa í huga varðandi sjúkratryggingar og skattamál fyrir þennan hóp. Við hjónin erum bæði sjálfstætt starfandi svo það hefur hentað okkur vel að breyta um umhverfi yfir háveturinn, vinna í tölvunum fyrir hádegi, fara svo út í góða veðrið og hreyfa okkur eða fara út að borða með fjölskyldunni, nokkuð sem við leyfum okkur nánast aldrei á Íslandi.“

Snæfríður er í ýtarlegra viðtali í nýjustu Vikunni tryggðu þér eintak.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Samfélagsleg sóun á hæfileikum kvenna

Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé er einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Empower sem sérhæfir sig í jafnréttismálum. Fyrirtækið hefur m.a. þróað...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -