Spennandi, fallegur og umhverfisvænn fatnaður

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Margar íslenskar konur þekkja vörur Ginu Tricot. Þessi vinsæla sænska fatakeðja hefur slegið í gegn víða um heim, enda er þar að finna spennandi og fallegan fatnað fyrir konur og börn. Matthildur Ívarsdóttir flutti nýlega aftur til Íslands og opnaði netverslun, noomi.is þar sem fatnaður frá Ginu Tricot er í aðalhlutverki.

Matthildur bjó í Borås en þar var maður hennar, Ingi Hrafn Guðmundsson bæklunarlæknir í sérnámi. Þau eiga tvö syni og fjölskyldan naut sín vel í Svíþjóð. En eitthvað togaði þau engu að síður aftur til Íslands. „Það er ótrúlega góð tilfinning að vera komin heim. Mestu viðbrigðin er örugglega veðrið hérna,“ segir Matthildur. „Ég búin að vera úti í yfir sjö ár og fengið að upplifa allar árstíðirnar og sérstaklega sumrin þar sem ég þurfti alltaf að pakka niður vetrarfötunum, gjörólíkt því sem maður átti að venjast heima. Þetta er örugglega eitt af því sem ég mun sakna mest frá Svíþjóð.

Eitt af því erfiðasta við að búa erlendis var að vera í burtu frá fjölskyldu og vinum, að geta ekki tekið þátt í öllu og verið til staðar. Ég er á sama tíma svo þakklát fyrir þann tíma sem við fjölskyldan áttum úti, það er eiginlega hægt að segja að fjölskyldan verði samheldnari fyrir vikið. Ég flutti út án þess að vera með nein sérstök plön hvað ég ætlaði að gera en það var samt alltaf draumurinn að afla mér þekkingar og reynslu sem ég gæti síðan tekið með mér heim. Eftir að hafa bæði lært og unnið úti hef ég fengið það einstaka tækifæri að geta gert akkúrat það sem mig hafði dreymt um og fyrir það er ég endalaust þakklát.“

 Féll fyrir fyrirtækinu

Tilraunir til að flytja Ginu Tricot til Íslands hafa verið gerðar áður en runnið út í sandinn. Röð skemmtilegra tilviljana réði því að Matthildur, í samstarfi við viðskiptafélaga sinn Finn Guðjónsson, er orðin umboðsaðili Ginu á Íslandi. Matthildur er menntaður hagfræðingur og var í upphafi ekkert allt of spennt fyrir að flytja út. En hálfgerð hending varð til þess að borgin Borås varð fyrir valinu þegar þau ákváðu að flytja. „Ég kynntist raunar merkinu fyrst í utanlandsferð þegar ég var yngri. Þegar ég svo flutti út til Borås, þar sem Gina Tricot er með höfuðstöðvar sínar, fór ég að versla sífellt meira þar og hef sennilega ekki keypt meira af nokkru öðru merki meðan ég bjó úti. Eftir að ég lauk náminu í textílstjórnun, fékk ég lærlingsstöðu hjá þeim. Þar fékk ég að sjá og læra hvernig allt ferlið hjá þeim virkaði. Eftir að hafa verið þar var ég staðráðin í að íslenskar konur þurftu að fá tækifæri að kaupa þessar vörur heima á Íslandi.“

 „Að læra á allt ferlið getur tekið tíma en við erum þess fullviss að öll netverslun er bara að færast í aukana enda þægindin sem felast í að versla á Netinu ótvíræð í samfélagi sem er alltaf á fullu spani og tíminn okkar því dýrmætur.“

Og nú hefur þú opnað netverslun noomi.is þar sem íslenskar konur geta pantað fatnað frá merkinu. Hvernig hefur það farið af stað? „Noomi.is hefur farið vel af stað og við finnum að stór hluti íslenskra kvenna þekkir merkið sem er ótrúlega skemmtilegt,“ segir Matthildur. „Á sama tíma er þetta nýtt merki hérna heima og við einungis með netverslun svo við fáum fyrirspurnir hvort það sé ekki hægt að koma og máta sem var líka viðbúið. Við finnum að við erum ekki komin eins langt hvað varðar netverslun hérna heima samanborið við það sem er annars staðar á Norðurlöndunum og sér í lagi í Svíþjóð, en vitum að það tekur neytendur tíma að venjast og finna sig í nýju verslunarumhverfi á Netinu. Að læra á allt ferlið getur tekið tíma en við erum þess fullviss að öll netverslun er bara að færast í aukana enda þægindin sem felast í að versla á Netinu ótvíræð í samfélagi sem er alltaf á fullu spani og tíminn okkar því dýrmætur.“

Sker sig úr hvað umhverfisvernd varðar

Að hvaða leyti sker Gina Tricot sig frá öðrum hönnuðum að þínu mati? „Ég myndi segja að það sem skilur Gina Tricot frá öðrum svipuðum merkjum er breiddin í vöruúrvali, einfaldleiki og hvað þeir ná að halda sig innan ákveðins verðramma án þess að það komi niður á gæðum varanna,“ segir Matthildur. „Þú getur fundið „basik“-fatnað í bland við hátísku og í raun allt þar á milli. Auk þess finnst mér allt gagnsæi Ginu Tricot í þeirra framleiðslu og stefnu í umhverfismálum mjög aðlaðandi. Þau þora að fara nýjar leiðir í framleiðslu sem og valmöguleikum á efni með því markmiði að skilja eftir sem fæst fótspor í umhverfinu.

„Mér finnst stundum dálítill misskilningur fólgin í því að fólk tengir allan ódýran fatnað við að þá hljóti framleiðslan að vera léleg og þar af leiðandi slæm fyrir umhverfið.“

Sem dæmi notar Gina Tricot í 98% tilfella bómull frá BCI, eða Better Cotton Initative  sem er sérstök stofnun sem tryggir að framleiðsla bómullarinnar sé eins og best verður á kosið fyrir þá sem starfa við framleiðsluna, umhverfið og að langtímaáhrifin séu sem allra minnst. Mér finnst stundum dálítill misskilningur fólgin í því að fólk tengir allan ódýran fatnað við að þá hljóti framleiðslan að vera léleg og þar af leiðandi slæm fyrir umhverfið. Gina Tricot hefur sem dæmi lagt sig gríðarlega fram í umhverfisvænni framleiðslu, sem felst m.a. í ríkri áherslu á margfaldan vatnssparnað og að draga verulega úr allri losun eiturefna í ferlinu. Þau hjá Gina Tricot stjórna sinni framleiðslukúrfu 100%, ólíkt mörgum öðrum, sem gerir þeim kleift að breyta og velja betri aðferðir. Mér finnst líka einstaklega skemmtilegt hvernig þau hafa lagt sitt á vogarskálarnar með ýmsum öðruvísi aðferðum, svo sem þegar kemur að minni sóun en verslanirnar í Svíþjóð bjóða konum upp á þann kost að leigja fatnað frekar en kaupa hann. Sömuleiðis hafa þau verið að prófa sig áfram í völdum verslunum með því að hafa klæðskera í verslunum sem situr við saumavélina og tekur á móti viðskiptavinum með gamlar og slitnar gallabuxur sem eru lagaðar á staðnum.“

Nú er Matthildur á fullu að sinna viðskiptavinum á Íslandi og það er reglulega notaleg tilhugsun að geta setið með tölvuna í stofunni heima, skoðað föt og valið af kostgæfni í körfuna sína. Oftast er varan komin eftir einn til tvo daga enda ekki sendar lengra en frá lagernum á Seltjarnarnesi.

Myndir: Hákon Davíð Björnsson og af heimasíðu Ginu Tricot

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Íslendingar á forsíðu ELLE

Íslenska fyrirsætan Liv Benediktsdóttir prýðir forsíðu ELLE í Þýskalandi en Kári Sverrisson ljósmyndari tók myndina.Sigrún Ásta Jörgensen...