• Orðrómur

Stóð úti í garði á inniskónum þegar kallið kom

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Þetta getur auðvitað gerst á Alþingi eins og annars staðar, að fyrrverandi hjón vinni á sama vinnustað en mér fannst það kannski ekki stóra málið varðandi þingsetu mína,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sem tók nýverið sæti á Alþingi eftir að hafa starfað sem saksóknari síðastliðin tvö ár en þar var fyrir eiginmaður hennar fyrrverandi, Ágúst Ólafur.

 

Þorbjörg starfaði sem saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara þegar hún var beðin um að taka sæti Þorsteins Víglundssonar á Alþingi sem sagði af sér þingmennsku og ákvað að snúa aftur til starfa í atvinnulífinu. Hún stóð úti í garði á inniskónum að þvo eldhúsgluggann heima hjá sér þegar kallið kom frá þinginu.

„Þetta gerðist vissulega mjög hratt en ég var búin að gera upp við mig að þetta væri eitthvað sem mér þætti spennandi. Ég var í öðru sæti á framboðslista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í þingkosningum árið 2016 og 2017 svo þingmennskuna langaði mig að prófa. Þegar Þorsteinn varð félags- og jafnréttismálaráðherrra bauð hann mér að koma og vinna með honum, sem aðstoðarmaður hans en ég var þá um leið varaþingmaður, svo ég var búin að fá töluverða innsýn í starfið.“

Viðtalið við Þorbjörgu má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.
- Auglýsing -

Þorbjörg og Ágúst Ólafur verða fyrstu fyrrverandi hjón á þingi, sagði í fyrirsögn á vef Mannlífs 8. apríl síðastliðinn. Þorbjörg brosir þegar blaðamaður rifjar það upp. „Yngsta dóttir okkar, sem er 7 ára, segir að pabbi sé þingmaður og mamma þingkona. Þetta getur auðvitað gerst á Alþingi eins og annars staðar, að fyrrverandi hjón vinni á sama vinnustað en mér fannst það kannski ekki stóra málið varðandi þingsetu mína. Hann tók vel á móti mér þegar ég mætti til vinnu fyrsta daginn, sýndi mér hvar betri kaffivélin er í alþingishúsinu og hlustaði á mig flytja jómfrúarræðuna. Við eigum fínasta samband,“ segir Þorbjörg.

„Sem saksóknari safnaði maður gögnum og vann úr þeim og fór svo inn í dómsal til að flytja málið.“

Þorbjörg hristir höfuðið þegar blaðamaður spyr hvort þingmennskan sé ef til vill ekki svo ólík starfi saksóknarans. „Ég held kannski að ég njóti góðs af því að hafa verið í vinnu þar sem var mikil pressa, miklir hagsmunir í húfi, viðkvæm mál og erfiðar ákvarðanir. Sem saksóknari safnaði maður gögnum og vann úr þeim og fór svo inn í dómsal til að flytja málið. Á þinginu safnar maður saman ólíkum rökum og stígur svo í pontu og talar fyrir sinni sýn og hugmyndafræði. Maður er, rétt eins og í dómsal, að tala fyrir ákveðnum málstað og reyna að sannfæra fólk.“

Viðtalið við Þorbjörgu má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.

- Auglýsing -

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

Myndir / Hallur Karlsson
Förðun / Guðrún Birna Guðlaugsdóttir

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -