Þriðjudagur 28. mars, 2023
2.8 C
Reykjavik

Streitustjórnun mikilvæg gegn kulnun

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Eftir Kristínu Snorradóttur

Þegar streita fer yfir ákveðin mörk verður hún skaðleg bæði líkamlega og andlega og því er mikilvægt að mæta einstaklingum á mjúkan hátt bæði líkamlega og andlega.

Streituhormónið kortisol stýrir streitustigi og það er eitt af því sem þarf að hafa í huga þegar unnið er að því að draga úr streitu, því ekki viljum við auka kortisol framleiðslu líkamans því það þýðir meiri streita!

Streita getur verið hættuleg:

Of hátt streitustig veldur líkamlegum einkennum eins og grunnur, hraður andardráttur, meltingatruflanir, aukin svitamyndun, munnþurrkur, hjartsláttartruflanir og magnleysi sem flestir þekkja sem óeðlilega mikla þreytu.

Andlega getur farið að bera á kvíðaeinkennum, hugsanir verða jafnvel hraðari og órólegar, ákveðin uppgjöf gerir vart við sig og einstaklingur upplifir sig aldrei ná að halda utan um það sem hann gerir þar sem einbeitingaskortur og eirðarleysi eru ríkjandi. Streita er undanfari kulnunar.

- Auglýsing -

Einnig getur komið upp depurð, einmanaleiki, grátköst og allt þetta heggur í sjálfsmyndina sem laskast og einstaklingurinn fer að sjá sig sem verðlausan og jafnvel ómögulegan.

Leiðir til að losa um streitu og ná niður streituhormóninu kortisol:

Ýmsar leiðir eru til sem fólk getur nýtt sér en mikilvægt er að fá stuðning hjá fagaðila þegar það á við.

- Auglýsing -

Fimm grunnþættir sem þarf að hafa í lagi til að ná jafnvægi andlega og líkamlega eru svefn, slökun, matarræði, hreyfing og félagslegi þátturinn.

Ef eitthvað af þessu er í ólagi er mjög líklegt að það séu fleiri en einn þáttur líklegast allir.

Svefn:

Svefninn er mjög mikilvægur því eitt af einkennum of mikillar streitu er oft rofinn svefn og þar verður til vítahringur sem keyrir upp streituhormónið! Ýmsar leiðir eru til þess að bæta svefn. Ein sem þekkt er og byggð er á rannsóknum er að draga úr skjátíma minnst tveimur  klukkustundum fyrir svefn, engan síma með upp í rúm. Ljósið frá skjánum og áreitið á heilann truflar melatónínframleiðsluna en melatónín er þetta dásamlega hormón sem hjálpar okkur að verða þreytt og sofa.

Slökun:

Slökun er nauðsynleg í þessu hraða samfélagi sem nútíma fólk býr í. Hvort sem þú nýtir þér aðferðir hugleiðslu, núvitundar, jóga nidra eða finnur þína leið er slökun magnað meðferðaform við streitu og hjálpar okkur að vera í núinu og þar með í jafnvægi. Sem dæmi má nefna að við iðkun jóga nidra, sem er svefn jóganna og eitt dýpsta form slökunar, þá lækkar streituhormónið kortisól um 60 % á meðan á því stendur og dópamín sem er gleðihormón hækkar að sama skapi. Já það eru til rannsóknir um þetta líka. Öll djúpslökun hægir á kerfinu og kemur á jafnvægi sem og hjálpar okkur að vera hér og nú.

Matarræði:

Mataræði er grunnþörf og að hafa í huga að næringin sé góð sem sagt að næringarinnihald sé gott skiptir öllu fyrir eldsneytisþörf líkamans. Engin megrun heldur skynsamleg næring og að nærast reglulega. Það sem gerist í of mikilli streitu er gjarnan það að fólk sækir í sykur og önnur kolvetni til þess að keyra upp orku, gengur svo á þessari skyndiorku með tilheyrandi aukaverkunum sem geta verið að fitna, verkjaköst og annað í þeim dúr. Þegar líkaminn upplifir of mikla streitu fer hann í ákveðið ástand þar sem hann heldur í allan fituforða og býr til meira af því hann undirbýr sig fyrir hungursneið.

Hreyfing:

Hreyfing er okkur öllum nauðsynleg enda er manneskjan gerð til þess að hreyfa sig en þegar streitustuðullinn er kominn of hátt þarf að aðlaga hreyfinguna að hverjum og einum. Of mikil og of kröftug hreyfing getur hækkað streitustig líkamans og komið kortisólinu upp í hæstu hæðir og það viljum við ekki. Fyrir suma er léttur 20 mínútna göngutúr nákvæmlega hárrétt uppskrift á meðan aðrir geta farið í crossfit. Mikilvægt að muna að einstaklingsmiða og finna hreyfingu sem viðkomandi hefur gaman af.

Félagslegt samneyti:

Félagslegi þátturinn er oft sá þáttur sem dettur alveg út þar sem allt umfram það allra nauðsynlegasta er áreiti og erfitt þegar streita er of mikil. Það að hitta fólk og hafa gaman er mjög nærandi og kveikir á góðum hormónum sem draga úr streituhormóninu. Velja skemmtilegt fólk og skemmtilegar athafnir.

 

 

Höfundur er Acc vottaður markþjálfi og félagskona í FKA

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -