Stutt á milli lífs og dauða

Þótt mörgum finnist það kannski klisja að segja að lífið sé núna er það þó svo satt og rétt. Þráðurinn á milli lífs og dauða getur slitnað á einu augabragði.

 

Anna Björk Eðvarðsdóttir fékk bráðaheilahimnubólgu árið 2002 og mátti minnstu muna að allt færi á versta veg. Hún segist handviss um að hún hafi verið við það að kveðja þessa jarðvist en verið kölluð til baka og veikindin hafi veitt sér nýja sýn á lífið. Í forsíðuviðtali við Vikuna segir hún frá veikindunum sem gerðu engin boð á undan sér og því hvernig það var að vakna upp við veruleika þar sem allt var breytt.

Í nýjasta tölublaði Vikunnar, sem kemur út á morgun, er einnig rætt við Berglindi Hrönn Árnadóttur sem hefur mestan part búið í Madrid undanfarin 25 ár en rekur brúðarkjólaverslun með eigin hönnun í Reykjavík.

Þá segir hlauparinn Arnar Pétursson segir frá því þegar hann villtist á Spáni, síma- og peningalaus, og gefur góð ráð fyrir undirbúning undir Reykjavíkurmaraþonið.

AUGLÝSING


Margt fleira áhugavert leynist á síðum Vikunnar sem kemur í verslanir á morgun og því er um að gera að tryggja sér eintak á næsta sölustað.

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

Anna Björk Eðvarðsdóttir prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Vikunnar. Mynd / Unnur Magna

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is