2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Svakalegt að sjá hversu hrikaleg mannvonska er til

  Leikkonan Sólveig Guðmundsdóttir ætlaði sér að verða læknir en eftir að hafa tekið þátt í Herranótt MR á menntaskólaárunum var ekki aftur snúið og læknirinn vék fyrir leikkonunni.

  Sólveig hefur mikla ástríðu fyrir leikhúsinu þótt hún segist alveg hafa íhugað að fara í eitthvað praktískt, eins og verkefnastjórnun. En þótt leikhús geti ef til vill ekki breytt heiminum þykir henni greinilegt að það geti alla vega breytt einhverju þar sem það hreyfi mikið við fólki.

  Hún nýtur þess að segja sögur og undanfarið hefur hún tekið þátt í sýningum sem byggja á raunverulegum atburðum. Hin áhrifamikla sýning Sóley Rós ræstitæknir fékk Eddu-verðlaun og nú leikur Sólveig í Er ég mamma mín í Borgarleikhúsinu. Sólveig segir frá þessu og erfiðu ofbeldismáli í fjölskyldu sinni í frábæru forsíðuviðtali í nýjustu Vikunni.

  „Þetta var hræðilegt og það var svo margt í þessu. Það var svakalegt að sjá hversu hrikaleg mannvonska er til og hvað fólk getur verið veikt að beita aðra manneskju svona miklu ofbeldi en líka að sjá hvað þetta er falið,“ segir Sólveig um ofbeldismálið.

  AUGLÝSING


  Leikkonan Sólveig Guðmundsdóttir er á forsíðu nýjustu Vikunnar.

  Í sama blaði er magnað viðtal við Andrean Sigurgeirsson dansara hjá Íslenska dansflokknum. Hann er baráttumaður fyrir mannréttindum og hefur oft sýnt mikið hugrekki í viðleitni við að vekja athygli á óréttlæti meðal annars með Hatara í Tel Aviv fyrir ári.

  Vikan fékk einnig að birta frásögn Söndru Marínar Kristínardóttur af degi á veginum. Sandra Marín gekk Jakobsveginn og upplifði töfra þessarar mögnuðu pílagrímaleiðar en hún hefur mörgum reynst notadrjúg til að auka skilning á eigin sjálfi og góðum gildum. Áslaug Baldursdóttir er skapandi frumkvöðull og hefur unnið með íslenska rúnaletrið í verkum sínum. Hún opnar lesendum heim rúnanna.

  Ótalmargt fleira er að finna í fjölbreyttu og blaði meðal annars umfjöllun um vetrargosa, þessa fallegu boðbera vorsins, Lashönu Lynch nýjustu Bond-stjörnuna og hvernig má upplifa eðalsúkkulaði á ferðalögum.

  Spennandi Vika sem kemur á næsta sölustað á morgun.
  Kaupa blað í vefverslun

  Myndir / Hallur Karlsson

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is