Svali óttast mest að tapa gleðinni

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sigvaldi Kaldalóns, Svali, unir hag sínum vel á íslandi eftir að hann flutti aftur til landsins ásamt fjölskyldu sinni vegna COVID-19. Hann elskar að hreyfa sig og segist sjaldan geta staðið góða steik og rauðvín. Svali er undir smásjánni að þessu sinni.

Áhugamál: Ég elska að hreyfa mig og hleyp mikið núna, hjóla og stunda æfingar. Fer í golf til að slaka á og njóta. Að ferðast hér á landi hefur alltaf verið áhugamál líka.

Hvað færðu þér í morgunmat?
Ég borða yfirleitt aldrei fyrr en morgunhlaupið er búið. Þá fæ ég mér annaðhvort brauð eða graut.

Hvað óttastu mest?
Að tapa gleðinni.

Besta ráð sem þér hefur verið gefið?
Það er ekkert sterkara en núið.

Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið?
Sennilega að rífa fjölskylduna upp með rótum og flytja til Tenerife í algjöra óvissu.

Hver væri titillinn á ævisögunni þinni?
Úr einu í annað.

Hver myndi leika þig í bíómyndinni?
Það yrði að vera einhver hrikalega kátur. Kannski Ryan Reynolds eða Kevin Bacon.

Hvaða þættir eru í uppáhaldi hjá þér þessa stundina?
Mandelorian á Disney + og Star Wars saga.

Hvað geturðu sjaldnast staðist?
Góða steik og rauðvín. Svo eru hvítu fílakúlurnar frá Góu eitthvað allt annað.

Hvaða tjámerki (emoji) notarðu oftast?
Ég er alveg glataður í að nota emoji, hef margsinnis verið ávítaður fyrir það. Sennilega bara broskall.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -