2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Svíf þú inn í svefninn

  Góð ráð til að sofa betur.

  Áhrif svefns á heilsu og líðan okkar hafa hingað til verið stórlega vanmetin. Svefnleysi skapar viðvarandi þreytu og orkuleysi en að auki fylgir einbeitingarskortur, minnistap, andleg vanlíðan og þyngdaraukning. Margt er hægt að gera til að bæta svefninn og tryggja góða hvíld á næturnar. Hér á eftir fara nokkur slík ráð.

  Settu aldrei skjái inn í svefnherbergi. Og ekki drekka kaffi stuttu áður en þú ferð að sofa.

  1. Byrjaðu að undirbúa svefninn að minnsta kosti hálftíma áður en þú ferð í rúmið. Hlustaðu á tónlist, farðu í heita sturtu eða hugleiddu. Það getur líka verið gott að hlusta á ljóðaupplestur eða hljóðbók.

  2. Forðastu neikvæðar hugsanir á kvöldin. Þegar svefntíminn nálgast eiga allir að vera búnir að gera upp daginn. Rúmið er ekki staðurinn til að velta fyrir sér hvað maður hefði getað gert betur né hversu mörg erfið verkefni bíða á morgun. Ef svo margt hvílir á þér að þér finnist erfitt að sleppa slíkum hugsunum sestu þá niður snemma kvölds og skrifaðu niður áhyggjur þínar og hugsanlegar lausnir.

  AUGLÝSING


  3. Gerðu slökunaræfingar. Andaðu djúpt, spenntu alla vöðva og slakaðu svo algerlega á þegar þú andar frá þér. Endurtaktu þetta nokkrum sinnum og slakaðu síðan alveg á. Margir telja einnig að svokölluðu 4:7:8 öndun tryggi að allir nái að sofna á nokkrum mínútum. Þá er andað inn og talið upp að fjórum, haldið niðri í sér andanum með talið er upp að sjö og blásið frá meðan talið er upp að átta. Endurtekið fjórum sinnum.

  4. Alls ekki telja kindur. Það krefst of mikillar einbeitingar. Mun betra er að ímynda sér sjálfan sig í slakandi og ánægjulegum aðstæðum og sofna út frá þeim hugsunum

  5. Skiptu um dýnu eða snúðu þeirri sem þú ert með. Dýnur gefa smátt og smátt eftir og venjulegur endingartími þeirra er um tíu ár. Léleg dýna getur haft gríðarlega mikil áhrif á hvernig fólk sefur.

  6. Gættu þess að svalt sé í svefnherberginu og dimmt. 18,5°- 20°C er hæfilegt.

  7. Settu aldrei skjái inn í svefnherbergi. Bæði sjónvarp, tölvur, iPad, símar og önnur tæki með skjá eiga ekki erindi í svefnherbergið.

  8. Bóklestur er slakandi og hjálpar mörgum að ná nægilegri slökun til að geta sofnað.

  9. Borðaðu ævinlega morgunmat um það bil 35-45 mínútum eftir að þú vaknar. Það hjálpar til við að halda hormónastarfsemi líkamans í jafnvægi.

  10. Hreyfðu þig yfir daginn. Mælt er með að allir hreyfi sig í að minnsta kosti klukkustund á dag þannig að á reyni og menn mæðist og svitni. Ekki er mælt með að fara í líkamsrækt á kvöldin ef menn eiga erfitt með svefn.

  11. Forðastu koffíndrykki frá klukkan fjögur í eftirmiðdaginn.

  12. Reyndu að forðast hugsanir um andvökur þínar og erfiðleika við að sofna. Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem kvíða því að geta ekki sofnað eða hafa

  Texti / Steingerður Steinarsdóttir

  Lestu meira

  Engar færslur fundust.

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is