Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Svona styrkirðu sjálfsmyndina þína í 5 einföldum skrefum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir / Agnesi Barkardóttur

Þegar öllu er á botninn hvolft, hvað er það sem í raun og veru skiptir mestu máli í lífi okkar?

Þegar þú hugsar út í það, hver er þá útkoman?
• Eru það peningar?
• Er það skólinn eða vinnan?
• Eða gæti það kannski verið þú sjálf/ur?

Rannsóknir víða hafa sýnt fram á að ef þér líður vel andlega og líkamlega, mun lífið ganga betur. Skólinn verður auðveldari viðureignar og vinnan miklu skemmtilegri.

Svarið við spurningunni um það hvað í raun og veru skiptir máli, er að mínu mati gott sjálfsálit og sterkt sjálfstraust. Sem sagt sterk sjálfsmynd!

Hvernig öðlumst við sterkari sjálfsmynd?
Hvað getur þú gert til að auka sjálfstraustið og sjálfsálitið og þar af leiðandi styrkt sjálfsmynd þína?
… hugsaðu það aðeins!
Ef þú ert ekki viss um hvað þú getur gert skal ég benda þér á nokkur atriði sem gætu reynst þér vel.

- Auglýsing -

Hver eru gildin þín?
Fyrst og fremst er mikilvægt að vita hver gildi manns eru og hvort maður lifi eftir þeim. Getur þú skrifað niður gildin þín?

Finndu út úr því hverju þú ert góð/ur í og í hverju þú vilt verða betri?
Munum að allir eru góðir í einhverju en enginn er góður í öllu.
Stundaðu það sem þú ert góð/ur í, finndu tíma í það þrátt fyrir að þú haldir að þú hafir ekki tíma – þá er alltaf hægt að finna tíma fyrir það að gera það sem maður er góður í og það sem manni þykir skemmtilegt að gera. Í hverju ert þú góð/ur?
Íhugaðu það, skráðu það hjá þér, settu það á markmiðalistann að ætla að búa til tíma til að stunda það sem þér þykir skemmtilegt að gera.

Tileinkaðu þér þakklæti
Fyrir hvað ert þú þakklát/ur í dag?
Það þarf ekki að vera eitthvað stórt og mikið, bara það að þú sért þakklát/ur fyrir eitthvað, hugsir um það og takir það til þín. Til að ná sem bestum árangri er gott að skrifa daglega niður í bók hvað þú ert þakklát/ur fyrir – þína dagbók.

- Auglýsing -

Jákvæðni
Það er gríðarlega mikilvægt að temja sér að vera jákvæður. Stundum er maður bara alls ekki stemmdur til að vera jákvæður, en það borgar sig að reyna. Það er alltaf hægt að finna eitthvað jákvætt við allar aðstæður. Jákvæðni borgar sig til baka. Að eiga í samskiptum við neikvæðan einstakling getur dregið úr manni sjálfum, en ef maður bregst við með jákvæðum svörum eru meiri líkur á því að sá neikvæði verði ósjálfrátt jákvæðari.

Stattu með sjálfri/um þér
Það getur oft og tíðum verið snúið, sérstaklega í samskiptum við aðila sem hafa áhrif á þig.
Það hafa allir rétt á því að hafa skoðanir. Meira að segja skoðanir á þér og því sem þú tekur þér fyrir hendur. Gagnrýni er algeng og það getur verið erfitt að taka henni. En ef þú stendur með þér og þeim ákvörðunum sem ÞÚ hefur ákveðið að taka eða framkvæma, þá munt þú upplifa sigurtilfinningu – bara það styrkir sjálfsmyndina verulega!

Fylgdu innsæinu
Hvað finnst þér? Hver er þín skoðun? Hvað segir hjartað þér?
Gerðu ávallt það sem þér finnst rétt fyrir þig og þína. Fylgdu hjartanu, fylgdu innsæinu og þá veistu að þú gerðir rétt. Það eykur sjálfstraustið – að þú vitir að þú getir fylgt þínu hjarta og innsæi.
Ef þú vinnur markvisst að því að styrkja sjálfsmynd þína mun þér líða betur og þá áttu auðveldara með að ná markmiðum þínum. Það er staðreynd.

Höfundur er markþjálfi og félagskona í FKA.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -