Synd að eyða lífinu í óhamingju

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Kristín Einarsdóttir, þjóðfræðingur og dagskrárgerðarkona, leiddist í sveitinni sem barn og vildi hvergi annars staðar búa en í Reykjavík. Mörgum árum síðar gripu örlögin í taumana og leiddu hana alla leið norður á Strandir þar sem hún og eiginmaður hennar vinna meðal annars að því að byggja upp aðstöðu til að taka á móti hópum. Hún segir það vera synd að eyða lífinu í óhamingju.

Á 45 ára útskriftarafmæli með skólafélögum af Reykjum hnaut Kristín um ástina. „Við Gunnar höfðum hist reglulega á þessum skólamótum, en hópurinn hefur hist á fimm ára fresti frá útskrift 1969. En þessa helgi á Reykjum, vorið 2014, gerðist bara eitthvað sem ég geti eiginlega ekki útskýrt og það varð ekki aftur snúið.“

Kristín ólst upp í sveit og fannst það að eigin sögn ekkert gaman. „Ég ætlaði aldrei nokkurn tíma að flytja aftur út á land heldur ætlaði ég alltaf að búa í Reykjavík. Mér fannst vitleysa að fólk væri að reyna að búa úti á landi. Ég sagði oft æ, flytjiði bara í bæinn, það vilja allir búa í bænum,“ segir Kristín og skellir upp úr.

„Svo fór ég með Gunnari þarna norður árið 2014 og bara um leið og ég kom þarna, yfirlýsta eilífa borgarbarnið, langaði mig hvergi annars staðar að vera. Mig langaði strax að búa þarna. Og ég suðaði og rellaði eins og lítill krakki í Gunnari sem var til í að flytja en honum lá ekki eins mikið á og mér. Þegar ég hætti að kenna þjóðfræðina vorið 2016 fluttum við norður á Strandir. Loksins,“ segir Kristín með áherslu.

„Við erum búin að breyta húsinu mjög mikið, byggja við það og taka það mjög mikið í gegn.“

Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Kristín Einarsdóttir prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Vikunnar.

Mynd / Aldís Pálsdóttir
Förðun / Natalie Hamzehpour

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun >

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Ólafur Teitur og Kristrún Heiða skráð í samband

Ólafur Teitur GUðnason, aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Kristrún Heiða Hauksdóttir, upplýsingafulltrúi...

Forstöðumaður SA kominn í samband

Davíð Þorláksson, forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins og Daniel Barrios Castilla eru nýtt par.Davíð fagnar fertugsafmæli í dag...