Talsmaður mannréttinda og siðrænna gilda

Deila

- Auglýsing -

Unnendur góðra ævintýra kannast flestir við þríleikinn His Dark Materials en færi þekkja söguna af höfundi hans og aðferðum hans við að skapa þetta einstæða meistaraverk.

Hann er maðurinn á bak við þríleikinn His Dark Materials en þar er um að ræða bækurnar Gyllta áttavitann, Lúmska hnífinn og Skuggasjónaukann.

Flestir lesendur er unna góðum ævintýrum kannast við nafnið Philip Pullman. Hann er maðurinn á bak við þríleikinn His Dark Materials en þar er um að ræða bækurnar Gyllta áttavitann, Lúmska hnífinn og Skuggasjónaukann. Þrátt fyrir að margar milljónir manna kannist við nafn mannsins þá vita fæstir söguna af uppruna Philips og aðferðum hans við að breyta einföldum hugmyndum í stórbrotin meistaraverk.

Philip Nicolas Outram fæddist í Norwich í Englandi árið 1946. Faðir hans var flugmaður í konunglega flughernum og hét Alfred Outram en móðir hans var Audrey Evelyn Outram.

Fjölskyldan flutti ítrekað búferlum út af starfi Alfreds og hlaut Philip því menntun í Englandi, Zimbabwe og Ástralíu áður en fjölskyldan flutti endanlega til Norður-Wales.

Þegar Philip var sjö ára lést faðir hans í flugslysi. Móðir hans gifti sig á ný og flutti til Ástralíu og þar tók Philip upp eftirnafn stjúpföður síns: Pullman.

Í æsku var Philip mikið hjá afa sínum í Norfolk en hann var mjög trúaðar. Hjá honum las hann Paradísarmissi eftir Milton en ljóðið hafði mikil áhrif á hann.

Þótt hann útskrifaðist frá Oxford með BA-gráðu hefur hann verið ómyrkur í máli hvað menntakerfi heimsins varðar og gefið lítið fyrir það. Hann skrifaði bæði leikrit og barnabækur á þessum tíma en þær vöktu litla athygli en gáfu honum þó nægilegar tekjur til að hann gæti hætt kennslu og einbeitt sér að skrifum.

 „Sjálfur segist hann ekki hafa hugmynd um hvort guð sé til og segir það kjánalegt að svo margt fólk þykist vita það. Þó þyki honum það líklegt að ef guð væri til þá væri hann einhvers staðar að fela sig því hann skammist sín fyrir alla þá fylgjendur sína sem beita vonsku og fáfræði í hans nafni.“

Árið 1996 sendi hann frá sér bók sem hann hafði verið með í vinnslu í þrjú ár: Norðurljós. Útgefendur í Bandaríkjunum þvertóku fyrir titilinn og létu sig engu skipta hvað Philip hafði um málið að segja. Bókin skyldi heita Gyllti áttavitinn í Ameríku sama hvað tautaði og raulaði.

Trúleysingi sem spillir börnum

Pullman hefur verið gagnrýndur fyrir afstöðu sína gagnvart trú en hann hefur aldrei legið á skoðunum sínum á þeim málum. Mörgum þykir hann ganga of langt í bókum sínum og að hann sé að þröngva skoðunum sínum upp á barnunga lesendur.

Skáldsaga Pullman, The Good Man Jesus and the Scoundrel Christ er hans útgáfa af ævisögu Jesú, smiðsonarins er fæddist í Betlehem.

Sjálfur segist hann ekki hafa hugmynd um hvort guð sé til og segir það kjánalegt að svo margt fólk þykist vita það. Þó þyki honum það líklegt að ef guð væri til þá væri hann einhvers staðar að fela sig því hann skammist sín fyrir alla þá fylgjendur sína sem beita vonsku og fáfræði í hans nafni. „Ef ég væri hann vildi ég ekkert með þá hafa,“ segir hann.

Pullman hefur verið gagnrýndur fyrir afstöðu sína gagnvart trú en hann hefur aldrei legið á skoðunum sínum á þeim málum. Mörgum þykir hann ganga of langt í bókum sínum og að hann sé að þröngva skoðunum sínum upp á barnunga lesendur.

Í bókum hans er sköpuð veröld þar sem trú er notuð til að kúga almenning. Þykir mörgum hart vegið að kristni og kaþólskum trúarbrögðum með þessu, þrátt fyrir að þau séu hvergi nefnd á nafn í bókunum. Gekk kaþólska kirkjan meira að segja svo langt að gefa út yfirlýsingu í Bandaríkjunum og Kanada þess efnis að allir fylgjendur kirkjunnar ættu að sneiða hjá frumsýningu Gyllta áttavitans þegar myndin var tekin til sýninga þar í landi. Philip lét það ekkert á sig fá og sagðist hryggur yfir því að til væru kjánar sem vildu ekki leyfa fólki sjálfu að gera upp hug sinn.

Hann er mikill talsmaður mannréttinda og siðlegra gilda. Skáldsaga hans, The Good Man Jesus and the Scoundrel Christ er hans útgáfa af ævisögu Jesú, smiðsonarins er fæddist í Betlehem, og þar koma einmitt ákaflega vel fram þau viðhorf hans að hver og einn geti breytt heiminum með því að vanda eigin framkomu en það verði ekki gert í nafni reglufastra stofnana er sjáist ekki fyrir í því að kúga aðra til að framfylgja oft óvægnum og ósanngjörnum reglum.

kaþólska kirkjan gekk svo langt að gefa út yfirlýsingu í Bandaríkjunum og Kanada þess efnis að allir fylgjendur kirkjunnar ættu að sneiða hjá frumsýningu Gyllta áttavitans þegar myndin var tekin til sýninga þar í landi. Hér eru leikkonurnar Nicole Kidman og Dakota Blue Richards í hlutverkum sínum sem Mrs. Coulter og Lýra.

Höfundur / Steingerður Steinarsdóttir

 

- Advertisement -

Athugasemdir