• Orðrómur

Tara Margrét: „Get sagt að sjálfsvíg hafi verið óboðinn gestur í bakgarðinum hjá mér í mörg ár“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir hefur verið ötull talsmaður feits fólks á Íslandi og er formaður Samtaka um líkamsvirðingu en hefur mátt þola aðkast og smánun vegna þeirrar baráttu sinnar, sérstaklega í kommentakerfum frétta- og samfélagsmiðla. Síðustu fjögur ár segir hún hafa verið þau erfiðustu í lífi sínu, meðal annars vegna andlegra veikinda eiginmanns síns.

„Nú hef ég oft verið sökuð um það vera að fremja hægt sjálfsvíg með því að vera feit og einn einkaþjálfari sagði meðal annars opinberlega að ég væri vond við mína nánustu með því að vera að drepa mig svona hægt og rólega. Þjóðþekktir einstaklingar hafa sagt að fitufordómar séu réttlætanlegir af því að auðvitað sé bara verið að grípa einstaklinginn með snöruna um hálsinn. Ég, sem berst fyrir réttindum feits fólks og þekki raunverulega ógnina af þeim hræðilega dauðdaga sem sjálfsvíg er, og get sagt að sjálfsvíg hafi verið óboðinn gestur í bakgarðinum hjá mér í mörg ár, finnst algjörlega óafsakanlegt að heyra svona. Fólk getur ekki sagt svona um mig og mína baráttu án þess að vita nokkuð hvað liggi þar að baki. Það afsakar sig og segist ekki hafa ætlað að særa mig en þetta snýst ekki bara um það, heldur að verið sé að jaðarsetja heilan hóp af fólki, það er verið að berja á því og gefa öðrum leyfi til þess líka.“

Lestu viðtalið í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -